1.200 einstaklingar hafa lokið atvinnuflugnámi á Íslandi

Sameinaðir skólar Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands hafa á undanförnum árum útskrifað rétt um tólf hundruð atvinnuflugmenn. Þá er áætlað að það þurfi um 800.000 nýja flugmenn á næstu tveimur áratugum. Miðað við þessar tölur er ljóst að flugskólar á Íslandi hafa skipað veigamikinn sess í menntun atvinnuflugmanna fyrir störf bæði hér á landi og erlendis.
Lesa meira

Kynningarfundir um flugnám

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands verður með kynningarfundi nám um flugnám við skólann í aðalbyggingu Keilis laugardaginn 16. nóvember og í kennsluhúsnæði skólans í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. nóvember.
Lesa meira

Áhafnasamstarfsnám MCC

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél) þarf hann að læra nýjar venjur og nýjar reglur. Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns. Þetta námskeið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra.
Lesa meira

Samtvinnað atvinnuflugnám

Námið hefst næst 10. janúar 2020. Að loknu námi öðlast þú samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda.
Lesa meira

Flugkennaraáritun

Flugkennaraskírteinið (FI) undirbýr þig fyrir flugkennarahlutverkið. Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma.
Lesa meira

Einkaflugmannsnám

Námið hefst næst 9. janúar 2020. Sem einkaflugmaður öðlast þú samevrópsk flugmannsréttindi sem veita þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds innan landa Evrópu.
Lesa meira

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Næstu námskeið hefjast í janúar 2020. Flugakademía Keilis býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu.
Lesa meira

Námskeið fyrir flugkennaraáritun

Flugakademía Keilis býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem hefst 13. maí 2019.
Lesa meira

Blindflugskennaranámskeið

Flugakademía Keilis stendur fyrir námskeiði í blindflugskennaraáritun (IRI) dagana í lok mars. Námskeiðið verður haldið að kvöldi til og fer fram í aðstöðu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Atvinnuflugmannsnám hefst næst í maí og september

Líkt og undanfarin ár er mikil ásókn í atvinnuflugmannsnám Flugakademíu Keilis. Næstu námskeið í samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugmannsnám hefjast í maí og september 2019.
Lesa meira