Fara í efni

Umsókn í Flugkennaranám

Flugkennaraskírteinið (FI) undirbýr þig fyrir flugkennarahlutverkið. Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma. Farið verður yfir helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræði, mannlegrar getu og afköst samtvinnað við kennsluaðferðir, framkvæmd kennslu flugæfinga, meðhöndlun mistaka flugnema, gerð kennsluáætlana og notkun kennslutóla, auk skjalavistunar og gerð prófa og annara skjala. Einnig er farið í fyrirlestrasmíði og framsögu sem er kennt og þjálfað með styttri og lengri fyrirlestrum í kennslustofu ásamt tækni í vendinámi.

 

Persónuupplýsingar

Inntökuskilyrði

Umsækjandi skal annað hvort vera handhafi að:

CPL(A) flugskírteini

PPL(A) flugskírteini, með heildarfartíma 200 klst, þar af 150 klst sem flugstjóri (PIC) og hafa lokið bóklegu ATPL(A) námi.

Einnig skal umsækjandi að námskeiði uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Vera með 30 klst fartíma á SEP (einshreyfils flugvél með bulluhreyfli), þar af skulu 5 klst vera flognar s.l. 6 mánuðum fyrir inntökuprófið að námskeiðinu.

10 klst fartímar fengnir í blindflugi, þar af mega 5 klst vera í flugaðferðarþjálfa (FNPT) eða flughermi.

20 klst fartíma í landflugi (cross country) sem flugstjóri (PIC), þar af skal eitt flug vera 300 NM að lengd, með tveimur stöðvunarlendingum á mismunandi flugvöllum öðrum en brottfararflugvelli.

Standast verklegt inntökuflugpróf með flugkennara sem er tilnefndur af yfirflugkennara. Inntökuflugpróf má þreyta allt að 6 mánuði fyrir upphaf námskeiðs.

Vera handhafi að 1. flokks flugheilbrigðisvottorði.

 

Aðrar upplýsingar

Þér eru frjálsar hendur settar með hvort þú sendir okkur afrit eða gögn hér, svosem ef þú vilt staðfestingu frá okkur um að þú mætir kröfum en öllum gögnum verður safnað saman stuttu áður en nám hefst og er þá nauðsynlegt (og á ábyrgð umsækjanda) að öllum kröfum sé mætt.

Hvað gerist næst?

Takk fyrir að gefa þér tíma til þess að fylla út umsóknina af gaumgæfni.

Við munum fljótlega hafa samband símleiðis eða gegnum tölvupóst og staðfesta áhuga ásamt því að svara öllum útistandandi spurningum en til þess að tryggja þér sæti þarftu svo að skrifa undir þjálfunarsamning hjá okkur.

Ef þú heyrir ekkert í okkur af einhverri ástæðu bjóðum við þér að hringja eða senda okkur póst til að athuga stöðuna en við viljum ekki að umsóknin lendi óvart einhversstaðar á milli, en við erum víst mannleg.