Fara í efni

Umsókn - Áhafnarsamstarf

Svo að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna, þarf nemandinn að læra nýjar venjur og nýjar samskiptareglur. Á námskeiði um áhafnasamstarf (MCC) læra nemendur um þessar nýju samskiptareglur en einnig stendur til boða fyrir nemendur að bæta við sig námi til þotuflugs (JOC), slíkt nám er forkrafa stærri flugrekendum sem starfrækja þotur í rekstri sínum.

Á námskeiði í MCC skal vera minnst 25 tíma kennsla og æfingar í bóklegum greinum og 20 tíma þjálfun í áhafnasamstarfi. Nota skal til þess flugleiðsöguþjálfa II MCC (FNPT II) eða flughermi. ALSIM ALX er notaður til þessara þjálfunar.

JOC námskeiðið tekur um 4-6 daga og samanstendur af 16 klst í flughermi ásamt samtals 10 klst bóklegu fyrir og eftir hvern tíma. Þar er lögð meiri áhersla á þjálfun flugmanna í handflugi og að undirbúa nemendur vel fyrir inntökupróf hjá flugfélögum.

Við upphaf verklegrar þjálfunar í flughermi skal umsækjandi vera handhafi atvinnuflugmannsskírteinis með fjölhreyfla- og blindflugs áritunum (CPLME/IR)

Skráning