Fara í efni

Verðskrá

Fyrir neðan má nálgast upplýsingar um verðskrá Flugakademíu Íslands. 

Reglur

 • Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
 • Staðfestingargjald er óafturkræft, hætti nemandi við að hefja nám hjá Flugakademíu Íslands.
 • Skóla- og efnisgjöld eru innheimt fyrir hverja önn sérstaklega eða heila námsleið, allt eftir eðli námsskipulags. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
 • Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
 • Skóla- og efnisgjöld eru óendurkræf.
 • Reikningar fyrir skólagjöldum eru ekki sendir með gíróseðli heldur sendir í heimabanka og má finna afrit af reikningi undir "rafræn skjöl"
 • Námsgjöld skulu greidd fyrirfram og fást ekki endurgreidd.
 • Námsgjöld eru inneignir fyrir flugtímum á gildandi verðskrá þegar nám hefst. Hækki verðskrá á meðan á námi stendur mun ganga hraðar á inneign fyrir flugtíma. 
 • Öllum stökum námskeiðum Flugakademíunnar skal ljúka á tilsettum tíma skv. námskeiðslýsingu. Allir umfram flugtímar sem eru rukkaðir skv. verðskrá.
 • Flugakademía Íslands áskilur sér rétt til að vísa nemendum frá námi standist þeir ekki kröfur er lagðar eru fram í handbækum.

 

Atvinnuflugnám (Integrated ME CPL/IR)

Atvinnuflugnám inniheldur þjálfun frá fyrsta flugi og þar til nemandi útskrifast með full réttindi sem atvinnuflugmaður. Námið tekur að jafnaði um tvö ár.

Námsgjöld: 14.500.000 kr. heildarverð mv. lágmarks flugtíma.

Námsgjöld fyrir handhafa PPL: 12.000.000 kr. heildarverð mv. lágmarks flugtíma.

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg námsgögn
 • ATPL námsbækur
 • Aðgangur að kennslukerfi skólans
 • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
 • Skyrtur, bindi og strípur
 • Bókleg skólapróf samkvæmt námsáætlun*. 

*Upptöku og endurtektarpróf, próf-, skírteina og umsóknargjöld vegna prófa Samgöngustofu og heilbrigðisskoðanir fluglækna, einnig verklegt próf (skill test) eru ekki innifalin í námsgjöldum.

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Áfangaskipt atvinnuflugnám er samsett mörgum áföngum sem allir innihalda nauðsynlega kennslu og kennslugögn.

Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugnám (Modular atpl)

Áfangaskipt bóklegt atvinnuflugmannsnám sem er a.m.k. 650 klst námskeið, og kennt er á tveimur til þremur önnum.

Námsgjöld í staðnámi: 2.000.000 kr.

Námsgjöld í fjarnámi: 699.000 kr.

Innifalið í námsgjöldum:

 • Rafrænar ATPL námsbækur 
 • Aðgangur að kennslukerfi skólans
 • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
 • Skyrtur, bindi og strípur
 • Bókleg skólapróf samkvæmnt námsáætlun*.

*Upptöku og endurtektarpróf, próf-, skírteina og umsóknargjöld vegna prófa Samgöngustofu eru ekki innifalin í námsgjöldum. 

Verklegt atvinnuflugnám

Verklegt atvinnuflugnám samanstendur af eftirfarandi áföngum. Hægt er að taka staka áfanga en þá breytast tímakröfur og verð lítillega.

 • Næturáritun (NR)
  390.000 kr.
 • Blindflugsáritun (SE/IR)
  2.250.000 kr.
 • Fjölhreyfla áritun (ME)
  790.000 kr.
 • Verkleg atvinnuflugþjálfun (CPL)
  1.465.000 kr.
 • Færnipróf CPL/ME/IR
  250.000 kr.

Einkaflugnám

Einkaflugnámi er skipt upp í bóklegt nám og verklegt nám, þó mælt sé með því að nemendur safni verklegum flugtímum samhliða bóknámi. 

Einkaflugnám: 2.500.000 kr.* 

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg kennsla og kennslugögn
 • Aðgangur að kennslukerfi Keilis
 • Þjálfunarbúnaður til eignar s.s. plotter, flugreiknistokkur og sjónflugskort
 • 45 klst verknám á einshreyfils flugvél DA-40 
 • Bókleg skólapróf samkvæmt námsætlun*.

*Upptöku og endurtektarpróf, gjöld Samgöngustofu og prófdómara fyrir próf sem og leiga á flugvél vegna verklegs prófs eru ekki innifalin.

Flugkennaranám

Flugkennaranám tekur á undirbúningi flugtíma og framkvæmd kennslustunda og tekur 12 vikur.

Námsgjöld: 1.690.000 kr.*

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg kennsla og kennslugögn
 • Aðgangur að kennslukerfi Keilis
 • 30 klst þjálfun í flugvél og flughermi með flugkennara
 • *DA40 hækka verðið

Námskeið

Námskeið Verð
Advanced UPRT 280.000 kr.
MCC áhafnasamstarfsnámskeið 690.000 kr.
JOC þotuþjálfunarnámskeið 580.000 kr.
MCC og JOC saman 1.090.000 kr.
APS MCC (B757 Full Flight Simulator) 1.450.000 kr.
FI(A)/IRI(A)/CRI(A) - Endurþjálfunarnámskeið flugkennara 25.000 kr.
IRI(A) - Blindsflugskennaraáritun á einshreyfils eða fjölhreyfla loftfari Senda fyrirspurn

Einingaverð fyrir flugkennslu

ICAO Enskumat ISK 25.000
Bakgrunnsskoðun fyrir flugvallaraðgengi ISK 25.000
Forskoðun/Screening fyrir nám og staðfestingargjald umsóknar ISK 50.000

Upptökupróf bóklegra greina skólans - ATPL / PPL

ISK 6.000 / 3.500
Upprifjunarnámskeið flugkennara ISK 25.000
Gjald vegna Skjalagerðar ISK 5.000

 

Fjármögnun

Hafa samband

Verðskráin gildir frá og með 1. mars 2023. Allar upphæðir eru endurskoðaðar reglulega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Skólinn áskilur sér rétt til fyrirvaralausra breytinga á verðskránni, ef tilefni er fyrir hendi t.d. vegna breytinga á kjarasamninga og annara utanaðkomandi gjalda og þátta sem geta haft áhrif á verðlagningu skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.