Fara í efni

Verðskrá

Flugakademía Íslands býður upp á faglega flugþjálfun á samkeppnishæfu verði í umhverfi sem býður upp á ýmsar áskoranir. Á Íslandi er veðrið oft erfitt en við kennum flugmönnum að læra inn á íslenska veðráttu. Nemendur okkar fá að kljást við vinda, rigningu, snjókomu samhliða auðveldara flugi á góðviðrisdögum. Þessi fjölbreytni gerir flugmenn betur undirbúna til að takast á við starf flugmannsins og að fljúga með öryggi um Ísland og önnur Evrópulönd.

Almennar upplýsingar

 • Námsgjöld skulu greidd fyrirfram samkvæmt námsmannasamningi. Innborganir mynda innistæðu sem er aðgengengileg nemendum á Flightlogger á meðan námi stendur.
 • Greiðslum fyrir lengri námsleiðir er almennt dreift svo gert sé ráð fyrir að næg innistæða sé til staðar fyrir þjálfun á hverjum tíma fyrir sig.
 • Hægt er að skipta eða dreifa greiðslum gegn þjónustugjaldi.
 • Gjöld fyrir verklega flugtíma eru dregin frá innistæðu að flugi loknu.
 • Gjöld vegna bóklegra námskeiða eru dregin frá innistæðu tveimur vikum áður en þau hefjast.
 • Greiðsluseðlar eru sendir í tölvupósti á nemendur og birtast því ekki endilega í heimabanka. Upplýsingar um greiðsluform berast í sama pósti.
 • 1,7% aukagjald leggst á greiðslur með kreditkortum utan greiðslna með American Express en 2,9% aukagjald leggst á þær.

Kynnisflug

 • Flug í tveggja sæta flugvél: 9.500 kr.
 • Flug í fjögurra sæta flugvél: 18.990 kr.

Kynna mér kynnisflug

Samtvinnað atvinnuflugnám (Integrated ATPL)

Samtvinnað atvinnuflugnám inniheldur þjálfun frá fyrsta flugi og þar til nemandi útskrifast með full réttindi sem atvinnuflugmaður. Námið tekur að jafnaði um tvö ár.

Námsgjöld: 11.000.000 kr.

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg námsgögn
 • ATPL námsbækur frá CAE
 • Aðgangur að kennslukerfi skólans og CAE
 • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
 • Skyrtur, bindi og strípur
 • Bókleg skólapróf samkvæmt námsáætlun*. 

*Upptöku og endurtektarpróf, próf-, skírteina og umsóknargjöld vegna prófa Samgöngustofu og heilbrigðisskoðanir fluglækna, einnig verklegt próf (skill test) eru ekki innifalin í námsgjöldum.

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Áfangaskipt atvinnuflugnám er samsett mörgum áföngum sem allir innihalda nauðsynlega kennslu og kennslugögn.

Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugnám (Modular atpl)

Áfangaskipt bóklegt atvinnuflugmannsnám sem er a.m.k. 650 klst námskeið, og kennt er á tveimur til þremur önnum.

Námsgjöld: 1.300.000 kr.

Innifalið í námsgjöldum:

 • Rafrænar ATPL námsbækur frá CAE
 • Aðgangur að kennslukerfi Keilis og CAE
 • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
 • Skyrtur, bindi og strípur
 • Bókleg skólapróf samkvæmnt námsáætlun*.

*Upptöku og endurtektarpróf, próf-, skírteina og umsóknargjöld vegna prófa Samgöngustofu eru ekki innifalin í námsgjöldum. 

Verklegt atvinnuflugnám

Verklegt atvinnuflugnám samanstendur af þrem megin áföngum. Hægt er að taka staka áfanga en þá breytast tímakröfur og verð lítillega.

Námsgjöld: Tímaverð samkvæmt einingaverði

 • Blindflugsáritun (IR)
  40 tímar á DA40 og 15 tímar á DA42
 • Fjölhreyfla áritun (ME)
  6 tímar á DA42
 • Verkleg atvinnuflugþjálfun (CPL)
  15 tímar á DA40 og DA42
 • Færnipróf CPL/ME/IR
  3 tímar á DA42

Einkaflugnám

Einkaflugnámi er skipt upp í bóklegt nám og verklegt nám, þó mælt sé með því að nemendur safni verklegum flugtímum samhliða bóknámi. 

Einkaflugnám: 1.690.000 kr.*

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg kennsla og kennslugögn
 • Aðgangur að kennslukerfi Keilis
 • Þjálfunarbúnaður til eignar s.s. plotter, flugreiknistokkur og sjónflugskort
 • 45 klst verknám á einshreyfils flugvél - DA-20-C1 eða Tecnam P2002-JF
 • Bókleg skólapróf samkvæmt námsætlun*.

*Upptöku og endurtektarpróf, gjöld Samgöngustofu og prófdómara fyrir próf sem og leiga á flugvél vegna verklegs prófs eru ekki innifalin.

Bóklegt einkaflugnám: 285.000 kr.*

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg kennsla og kennslugögn
 • Aðgangur að kennslukerfi
 • Þjálfunarbúnaður til eignar s.s. plotter, flugreiknistokkur og sjónflugskort

*Upptöku og endurtektarpróf, gjöld Samgöngustofu og prófdómara fyrir próf sem og leiga á flugvél vegna verklegs prófs eru ekki innifalin.

Verklegt einkaflugnám: Tímaverð samkvæmt einingaverði*

Verklegi hluti námsins felur í sér að lágmarki 45 tíma í eins-hreyfils flugvél, DA-20-C1 eða Technam P2002-JF. Nemandi greiðir flugtíma og flugkennslu á verði skv. verðskrá hverju sinni.

*Gjöld Samgöngustofu og prófdómara fyrir próf sem og leiga á flugvél vegna verklegs prófs eru ekki innifalin.

Flugkennaranám

Flugkennaranám tekur á undirbúningi flugtíma og framkvæmd kennslustunda og tekur 12 vikur.

Námsgjöld: 1.250.000 kr.

Innifalið í námsgjöldum

 • Öll nauðsynleg kennsla og kennslugögn
 • Aðgangur að kennslukerfi Keilis
 • 30 klst þjálfun í flugvél og flughermi með flugkennara

Námskeið

Námskeið Verð
Advanced UPRT 250.000 kr.
MCC áhafnasamstarfsnámskeið 500.000 kr.
JOC þotuþjálfunarnámskeið 400.000 kr.
MCC og JOC saman 800.000 kr.
APS MCC (B757 Full Flight Simulator) 1.390.000 kr.
FI(A)/IRI(A)/CRI(A) - Endurþjálfunarnámskeið flugkennara 22.000 kr.
IRI(A) SE - Blindsflugskennaraáritun á einshreyfils loftfari, án FI(A) kennaraáritunar 435.000 kr.
IRI(A) SE - Blindsflugskennaraáritun á einshreyfils loftfari, fyrir handhafa FI(A) kennaraáritunar 220.000 kr.
IRI(A) ME - Blindsflugskennaraáritun á fjölhreyfla loftfari, án FI(A) kennaraáritunar 615.000 kr.
IRI(A) ME - Blindsflugskennaraáritun á fjölhreyfla loftfari, fyrir handhafa FI(A) kennaraáritunar 330.000 kr.

Einingaverð

 

 

 
Diamond DA-20, Tecnam P2002-JF ISK 24.900
Diamond DA-40NG ISK 31.900
Diamond DA-42NG, Piper Seminole PA-44 ISK 68.500
Flughermir – Diamond DSIM og ALSIM (ALX MEP útgáfa) ISK 20.700
Flughermir – ALSIM ALS (MJET útgáfa) ISK 23.700
ICAO Enskumat ISK 22.000
Bakgrunnsskoðun fyrir flugvallaraðgengi ISK 20.175
Forskoðun/Screening fyrir nám ISK 39.000
Endurþjálfun ATPL - CAE CBT og nýjustu rafbækur ISK 250.000
Endurþjálfun ATPL - CAE CBT, nýjustu rafbækur og endurseta námskeiðs ISK 600.000

Upptökupróf bóklegra greina skólans - ATPL / PPL

ISK 6.000 / 3.500
Upprifjunarnámskeið flugkennara ISK 25.000
Kynnisflug (Diamond DA-20, Tecnam P2002-JF) ISK 9.500
Kynnisflug (Diamond DA-40NG)

ISK 18.990

 

Tímaverð flugkennara

 Eftirfarandi verð eru tímaverð flugkennara samkvæmt kjarasamningi við FÍA – Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna.

Kennsla Tímaverð
PPL (A) Einkaflugkennsla ISK 7.700
CPL(A) Atvinnuflugkennsla – einshreyfils flugvél ISK 8.500
CPL(A) ME Atvinnuflugkennsla – fjölhreyfla flugvél ISK 9.200
SEP (A) Flokkstegundarkennsla – einshreyfils flugvél ISK 8.500
MEP(A) Flokkstegundarkennsla – fjölhreyfla flugvél ISK 9.200
IR(A) Blindflugsáritunarkennsla ISK 9.200
FI(A) Flugkennaravottun – kennsla ISK 9.200
Athugasemd 1: Ekki er gefinn afsláttur af tímaverði flugkennara, þar sem um kjarasamningsbundin réttindi er að ræða.
Athugasemd 2: Skólinn áskilur sér rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga á tímaverði flugkennara sem geta orðið vegna kjarasamningsbundinna réttinda, eða breytinga sem stjórnvöld geta ákveðið í samræmi við breytingu á tekjutengdum ákvæðum, s.s. sköttum, álagningu, afsláttum o.s.fr.

 

Fjármögnun

Hafa samband

Verðskráin gildir frá og með október 2020. Allar upphæðir eru endurskoðaðar árlega miðað við þróun vísitalna og annarra þátta sem hafa áhrif á rekstur skólans. Skólinn áskilur sér rétt til fyrirvaralausra breytinga á verðskránni, ef tilefni er fyrir hendi t.d. vegna breytinga á kjarasamninga og annara utanaðkomandi gjalda og þátta sem geta haft áhrif á verðlagningu skólans. Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur.