Flugakademía Íslands leggur metnað sinn í að halda ávallt uppi ströngustu öryggiskröfum sem mögulegt er. Allir einstaklingar sem taka þátt í starfseminni skulu fá vitneskju um þá löggjöf sem í gildi er hverju sinni og þjálfaðir eins og unnt er til að uppfylla viðeigandi staðla og bestu starfsvenjur til að ná hæstu öryggisstöðlum.
Skuldbinding Flugakademía Íslands í öryggismálum samanstendur af viðeigandi úrræðum til að halda öryggi sem megináherslu í öllum greinum starfseminnar. Allir stjórnendur, millistjórnendur, starfsfólk og nemendur bera ábyrgð á að viðhalda háum öryggiskröfum og að tilkynna og/eða bregðast við í þágu öryggis.
Flugakademía Íslands heldur uppi „sanngirnismenningu“ með tilliti til öryggis og skýrslugerðar. „Just Culture“ er menning þar sem starfsmönnum í fremstu víglínu og öðrum er ekki refsað fyrir aðgerðir, aðgerðaleysi eða ákvarðanir teknar af þeim sem eru í samræmi við reynslu þeirra og þjálfun; en þar sem stórfellt gáleysi, vísvitandi brot og eyðileggingarstarfsemi eru ekki liðin.
Öll stig stjórnenda og starfsmanna eru ábyrg fyrir því að viðhalda hæsta öryggisstigi með stöðugum umbótum á öryggisframmistöðu stofnunarinnar.