Flugbúðir 2021
- 8 stk.
- 13.08.2021
Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands brautskráði 25 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 17. janúar 2020. Samtals hafa 332 atvinnuflugmenn útskrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili, en ásamt Flugskóla Íslands hafa skólarnir tveir brautskráð yfir tólfhundruð atvinnuflugmenn.
Skoða myndirFlugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema og hafa þá samtals 246 atvinnuflugmenn útskrifast frá upphafi. Aukin aðsókn hefur verið í flugnám hjá Keili undanfarin ár og stunda að jafnaði á þriðja hundrað nemendur flugnám við skólann á ári hverju. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis flutti ávarp og afhenti atvinnuflugmönnum prófskírteini ásamt Snorra Pál Snorrasyni skólastjóra Flugakademíunnar. Lúðvík Alexander Bengtsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,87 í meðaleinkunn. Þetta er hæsta einkunn sem gefin hefur verið frá upphafi skólans. Fékk hann gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Þá útskrifaði Flugakademían í fjórða sinn flugvirkjanema, en boðið er upp á námið í samvinnu við AST (Air Service Training) í Skotlandi. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, þjálfunarstjóri flugvirkjanáms, aðstoðaði við útskriftina. 23 nemendur útskrifuðust úr náminu að þessu sinni og fékk Ísak Þór Þorsteinsson viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Fékk hann gjafir frá Icelandair Maintenance Operation og ISAVIA. Með útskriftinni hafa samtals rétt tæplega hundrað nemendur lokið flugvirkjanámi við skólann. Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir, nemandi í atvinnuflugnámi, flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis.
Skoða myndirHaustið 2018 leggja samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Má segja að um vitundarvakningu sé að ræða, þar sem ungar konur sækja meira í hin hefðbundnu karllægu störf en áður. Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari, tók þessar myndir af kvenkyns nemendum Flugakademíu Keilis í byrjun nóvember 2018.
Skoða myndirFlugakademía Keilis útskrifaði fjórtán atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú þann 8. júní síðastliðinn og hafa þá 42 atvinnuflugmaður útskrifast úr skólanum það sem af er ársins. Mikil aukning hefur verið í flugtengt nám í Keili á undanförnum árum og hefur verið fullmannað í atvinnuflugnám undanfarin misseri. Samtals hafa 217 einstaklingar lokið atvinnuflugmannsnámi frá upphafi. Til að mæta auknum áhuga á námiu hefur Flugakademían bætt við fjórum fullkomnum flugvélum á árinu og einum nýjum flughermi, en skólinn ræður nú yfir einum fullkomnasta og nýstárlegasta flota kennsluvéla í Norður Evrópu. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Hjörtur Ólafsson með 9,54 í meðaleinkunn og fékk hann gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Telma Rut Frímannsdóttir. Myndir frá útskrift Keilis 8. júní 2018 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)
Skoða myndirFlugakademía Keilis hefur tekið í notkun nýjan og fullkomin flughermi sem líkir eftir tveggja hreyfla Diamond DA42 kennsluflugvél skólans. Flughermirinn er sá fullkomnasti á landinu sem notaður er við kennslu í atvinnuflugmannsnámi.
Skoða myndirBaldur Sveinsson tók þessar myndir af Diamond DA40 Tundra kennsluvélum Keilis á flugi yfir Suðurlandi í nóvember 2016
Skoða myndirFlugakademía Keilis útskrifaði 27 atvinnuflugmannsnemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 10. júní. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Kolbeinn Ísak Hilmarsson með 9,77 í meðaleinkunn, en það er næst hæsta einkunn úr atvinnuflugmannsnámi Keilis frá upphafi. Kolbeinn fékk gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Axel C.Thimell. Alls hafa 128 atvinnuflugmenn útskrifast frá Keili frá upphafi skólans. Aukin ásókn hefur verið í flugnám við Keili og stefnir í fjölmennasta árgang atvinnuflugmannsnemenda við skólann á þessu ári. Þá hefur Flugakademían bætt við flugvélakostinn og hefur nú yfir að ráða níu fullkomnar kennsluvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum, þær fullkomnustu og nýstárlegustu á landinu.
Skoða myndirNýjasta kennsluvél Flugakademíu Keilis TF-KFF flaug jómfrúarflug sitt á Íslandi þann 4. júní 2014. Starfsfólk slökkviliðs Isavia á Keflavíkurflugvelli tók á móti vélinni með konunglegri viðhöfn eftir fyrsta flugið. Um er að ræða fullkomna Diamond DA20-C1 Eclipse vél sem er meðal annars búin Garmin 500 tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Vélin bætist við ört vaxandi kennsluflota Flugakademíu Keilis, en skólinn hefur nú um að ráða þrjár vélar af gerðinni DA20, tvær DA40 og eina DA42, sem er fullkomnasta kennsluvél á landinu.
Skoða myndirKeilir útskrifaði 102 nemendur af fimm brautum 24. janúar síðastliðinn og hafa þá í allt 1.709 nemendur útskrifast frá skólanum síðan hann hóf störf árið 2007. Útskrifaðir voru nemendur af Háskólabrú, einkaþjálfaranámi, flugumferðarstjórn, flugþjónustu og atvinnuflugmannsnámi.
Skoða myndirNemendur og kennarar í flugvirkjanámi AST og Flugakademíu Keilis þáðu boð 48. sveitar flughers Bandaríkjanna og heimsóttu flugmenn og starfslið sem sinnir um þessar mundir eftirliti og loftrýmisgæslu á Íslandi. Hópurinn er staðsettur á Keflavíkurflugvelli og því hæg heimatökin fyrir nemendur í flugnámi Keilis að líta innfyrir girðinguna.
Skoða myndirHluti af þjálfun verðandi flugfreyja og þjóna er að æfa björgunaraðgerðir á vatni. Nemendur í Flugþjónustunámi hjá Flugakademíu Keilis nutu leiðsagnar Slysavarnarskóla sjómanna, sem eru alvanir slíkri þjálfun og sinna henni af mikilli fagmennsku. Æfingin fól meðal annars í sér rennuróður, meðferð björgunarbáta, björgun upp í bát og björgunarsund. Nemendur stóðu sig með ágætum, mikil stemmnig og fjör var í hópnum, að enda tilbreyting að líta upp úr bókunum og reyna sig við þessar aðstæður.
Skoða myndirNemendur og kennarar í Flugakademíu Keilis þáðu boð 48. sveitar flughers Bandaríkjanna og heimsóttu flugmenn og starfslið sem sinnir um þessar mundir eftirliti og loftrýmisgæslu á Íslandi. Hópurinn er staðsettur á Keflavíkurflugvelli og því hæg heimatökin fyrir nemendur í flugnámi Keilis að líta innfyrir girðinguna. Frábær upplifun fyrir tilvonandi flugmenn. Hægt er að skoða myndir frá heimsókninni hérna:
Skoða myndirHér má sjá myndir af nemendum Flugakademíu Keilis sem hafa lokið sólóprófi
Skoða myndirMyndir frá Flugakademíu Keilis veturinn og vorið 2013
Skoða myndirKeilir brautskráði nemendur af Háskólabrú og Flugakademíu föstudaginn 25. janúar 2013. Alls brautskráðust 109 nemendur, þar af 86 nemendur úr fjarnámi Háskólabrúar, 14 úr flugþjónustunámi, fimm úr flugumferðarstjórn, þrír úr flugrekstrarfræði og einn atvinnuflugmaður. Útskriftin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni.
Skoða myndirNemendur í atvinnuflugmannsnámi flugu í byrjun febrúar 2013 hópflug á flugvöllinn á Rifi á Snæfellsnesi. Hér eru myndir sem Robin Farago, sænskur nemandi í flugnámi hjá Keili tók í ferðinni.
Skoða myndirMyndir frá Opnum degi hjá Keili sumardaginn fyrsta síðastliðinn
Skoða myndirNemendur í Flugþjónustunámi Keilis veturinn 2010 - 2011
Skoða myndirFlugsýning í Reykjavík, 5. júní 2010
Skoða myndirÚtskrift úr flugþjónustunámi, sumardaginn fyrsta, 22. apríl 2010
Skoða myndirKennarar í Flugakademíu Keilis flugu yfir gosið í Eyjafjallajökli á dögunum. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.
Skoða myndirProfessional Flight Training Students at Keilir Aviation Academy flew a group flight to Rif airport at the Snæfellsnes peninsula in West Iceland in February 2013. Robin Farago, Swedish CPL student at KAA shot these photos on the occasion.
Skoða myndir