Fara í efni

Kynnisflug

Hefur þú eða einhver sem þú þekkir óbilandi áhuga á flugi?

Flug um landið í einkaflugvél er einstök upplifun sem líður seint úr minni þeirra sem það prófa. Hægt er að bóka kynnisflug og kaupa gjafabréf í kynnisflug hjá Flugakademíu Íslands. Öll kynnisflug fara fram af Reykjavíkurflugvelli.

Kynnisflug er frábær upplifun í háloftunum og ógleymanleg lífsreynsla. Tilvalin gjöf fyrir alla þá sem hafa áhuga á flugi sem og þá sem hafa áhuga á ljósmyndun og náttúru landsins.

Flug í tveggja sæta flugvél

Mætt er á Reykjavíkurflugvöll um korteri áður en flug hefst. Þar hittir þú flugkennara sem veitir þér aðgang að svæðinu og fer yfir öryggisatriði. Flugið sjálft tekur um 30 mínútur. 

Verð: 9.500 kr.

Bóka kynnisflug í tveggja sæta flugvél

Flug í fjögurra sæta einkaflugvél

Mætt er á Reykjavíkurflugvöll um korteri áður en flug hefst. Þar hittir þú flugkennara sem veitir þér aðgang að svæðinu og fer yfir öryggisatriði. Flugið sjálft tekur um 30 mínútur. Hægt er að taka með sér einn gest í þetta kynnisflug.

Verð: 18.990 kr.

Bóka kynnisflug í fjögurra sæta flugvél

Spyrjast fyrir um kynnisflug