Fara í efni

Kynnisflug

Hefur þú eða einhver sem þú þekkir óbilandi áhuga á flugi?

Kynnisflug í háloftunum eða flughermi er einstök upplifun sem líður seint úr minni þeirra sem það prófa. Hægt er að bóka kynnisflug og kaupa gjafabréf í kynnisflug hjá Flugakademíu Íslands. Kynnisflug í háloftunum fara fram frá Keflavíkurflugvelli eða Reykjavíkurflugvelli og fara kynnisflug í flughermunum okkar fram í þjálfunarsetri okkar á Ásbrú, Grænásbraut 910.

Flug í tveggja sæta flugvél

Mætt er á flugvöllinn um korteri áður en flug hefst. Þar hittir þú flugkennara sem veitir þér aðgang að svæðinu og fer yfir öryggisatriði. Flugið sjálft tekur um 30 mínútur. 

Bóka kynnisflug

Flug í fjögurra sæta flugvél

Mætt er á flugvöllinn um korteri áður en flug hefst. Þar hittir þú flugkennara sem veitir þér aðgang að svæðinu og fer yfir öryggisatriði. Flugið sjálft tekur um 30 mínútur. Hægt er að taka með sér einn gest í þetta kynnisflug.

Bóka kynnisflug

Flughermir - TurboProp flugvél

Taktu á loft í okkar háþróaða flughermi þar sem stjórnklefinn er settur upp t.d. sem De Havilland Canada flugvél.  Þér líður eins og á raunverulegu flugi frá fyrstu stundu. Þú getur flogið í hvaða landi sem er í heiminum og er engin fyrri reynsla þörf. Fullkomið fyrir byrjendur sem og lengra komna. 

Þessi upplifun inniheldur kennslu á framkvæmd flugsins og er farið á loft frá alþjóðaflugvelli þar sem viðkomandi er við stjórntækin. Auðvitað er lendingin skemmtilegasti hlutinn en tímanum lýkur að sjálfsögðu á þeim nótum. Fyrir hvern tíma er 5 mínútna kynningarfundur áður en tekið er á loft.

Bóka kynnisflug í flughermi

Flughermir - Farþegaþota

Taktu á loft í okkar háþróaða flughermi þar sem stjórnklefinn er settur upp eins og millistór þota (t.d. Airbus A320). Þér líður eins og á raunverulegu flugi frá fyrstu stundu. Þú getur flogið í hvaða landi sem er í heiminum og er engin fyrri reynsla þörf. Fullkomið fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Þessi upplifun inniheldur kennslu á framkvæmd flugsins og er farið á loft frá alþjóðaflugvelli þar sem viðkomandi er við stjórntækin. Auðvitað er lendingin skemmtilegasti hlutinn en tímanum lýkur að sjálfsögðu á þeim nótum. Fyrir hvern tíma er 5 mínútna kynningarfundur áður en tekið er á loft.

Bóka kynnisflug í flughermi

Bóka kynnisflug