Fara í efni

Samtvinnað atvinnuflugnám

Samtvinnað atvinnuflugnám við Flugakademíu Íslands hefst næst 15. janúar 2021. Að loknu námi öðlast þú samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda.

Námið, bæði bóklega og verklega, er að öllu leiti skipulagt af skólanum. Það tekur um 18-24 mánuði að ljúka náminu og skuldbindur nemandi sig til að stunda það eingöngu á meðan á námstíma stendur. Nemandi getur því ekki reiknað með að vinna eða stunda annað nám meðfram því. Námið er lánshæft hjá MSN - Menntasjóði námsmanna sem 4 anna nám.

Námið er mjög sérhæft og leggur áherslu á markmið þitt um að verða atvinnuflugmaður hjá flugfélagi á borð við Icelandair, SAS, Norwegian, Ryanair og fleiri evrópsk flugfélög. Þú munt að námi loknu getað sótt um störf hjá hvaða evrópskum flugrekanda sem er innan evrópska efnahagssvæðisins, sem krefst EASA flugskírteinis. Um það bil 90% nemenda okkar sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift.

Nánari upplýsingar um samtvinnað atvinnuflugnám