21.04.2023
Næsta flugkennaranámskeið hefst 24. apríl.
Flugkennaraskírteinið (FI) undirbýr þig fyrir flugkennarahlutverkið. Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma. Farið verður yfir helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræði, mannlegrar getu og afköst samtvinnað við kennsluaðferðir, framkvæmd kennslu flugæfinga, meðhöndlun mistaka flugnema, gerð kennsluáætlana og notkun kennslutóla, auk skjalavistunar og gerð prófa og annara skjala.