19.10.2022
Í nóvember mun Flugakademía Íslands bjóða upp á kynningarfundi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um flugnám.
Kynningarfundirnir fara fram í bóklegri kennsluaðstöðu skólans að Ásbrú (Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbæ) þar sem stuttir fyrirlestrar verða haldnir um flugnám, námsleiðir í boði, fjármögnun og atvinnumöguleika að námi loknu. Að loknum fyrirlestri gefst gestum tækifæri að skoða aðstöðu Flugakademíunnar á Ásbrú, kíkja á flugherma og ræða við kennara.
Kynningarfundirnar verða á eftirfarandi tímum:
ÞriðjuDAGINN 8. nóvemBER KL. 17:00
ÞRIÐJUDAGINN 22. nóvemBER KL. 17:00
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér flugnám að láta sjá sig.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á kynningarfundina og er það gert hér.