Fara í efni

Flugbúðir Flugakademíu Íslands 2023

Flugbúðir 2022 í heimsókn í flugskýli Icelandair
Flugbúðir 2022 í heimsókn í flugskýli Icelandair

Flugakademía Íslands heldur flugbúðir dagana 13.- 15. Júní n.k.

Dagskráin er fjölbreytt en allir dagar byrja kl 9 og enda kl 15 í Keili á Ásbrú.

Fyrsta daginn mun hópurinn kynnast Flugakademíunni og flugi almennt, þar fáum við ýmsa góða gesti úr flugbransanum til að kynna sín störf. Eftir hádegi verður farið í vettvangsferð.

Annan daginn heldur gestagangur áfram og samhliða munu allir þátttakendur fljúga í þotuhermi Flugakademíunnar.

Þriðji dagurinn fer í vettvangsferðir til samstarfsaðila okkar inni á flugverndarsvæði. Einnig verður flugvélakostur akademíunnar skoðaður gaumgæfilega í verklegri aðstöðu Flugakademíunnar.

Kaffihressing og hádegismatur eru innifalin alla dagana.

Hægt er að bóka börn á námskeiðið hér: IAAFlugbudir