21.09.2022
Flugakademía Íslands mun halda kynningu á atvinnuflugmannsnámi á Íslandi í Kaupmannahöfn þann 29. september næstkomandi. Kynningin verður haldin í sendiráði Íslands annars vegar kl. 10 og svo kl. 13. Þar gefst frábært tækifæri fyrir alla þá sem búsettir eru í Skandinavíu og hafa hug á flugnámi á Íslandi að kynna sér þær námsleiðir sem í boði standa til atvinnuflugmanns á Íslandi. Skólastjóri Flugakademíunnar og flugkennarar munu taka á móti gestum, kynna námsleiðir Flugakademíunnar og svara spurningum.
Heimilisfang sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn er Strandgade 89, DK-1401, København K.
Nauðsynlegt er að skrá sig á kynningarfundinn og er það gert hér.