Fara í efni

Flugakademía Íslands kynnir flugnám í samstarfi við Icelandair

Miðvikudaginn 14. september næstkomandi mun Flugakademía Íslands í samstarfi við Icelandair bjóða upp á kynningu á flugnámi í húsnæði Icelandair að Flugvöllum í Hafnarfirði. Kynningin byrjar kl. 17.00 og verður farið yfir þær leiðir sem í boði eru til atvinnuflugnáms á Íslandi. Að því loknu mun Icelandair kynna sína starfsemi, störf flugmanna hjá félaginu og framtíðahorfur um störf atvinnuflugmanna á Íslandi. Í lok kynningar verður einnig boðið uppá skoðunarferð um þjálfunaraðstöðu Icelandair.

Uppfært 13/9:  ATH – Lokað er fyrir skráningar frá og með 13/9 sökum fjölda. Við hvetjum þá sem ekki höfðu tök á að skrá sig að koma til okkar á Ásbrú á kynningarfund þann 3. eða 18. október næstkomandi kl. 17.00. Skráning verður auglýst síðar. Við þökkum kærlega fyrir gríðarlega góðar viðtökur og hlökkum til morgundagsins.