Fara í efni

Fréttir

Innleiðing nýrrar ATPL námskrár hjá Samgöngustofu

Samgöngustofa (SGS) stefnir að innleiðingu nýrrar ATPL námskrár eins og lýst er á heimasíðu Samgöngustofu. Þar segir m.a. að „nemendur sem hefja próftöku sína fyrir 31. ágúst 2020 (þjálfaðir skv. eldri námskrá) gefst færi á að klára sín próf á eðlilegum tíma, í 6 setum á 18 mánuðum.“
Lesa meira

Opnað fyrir ATPL próf

Nú er búið að opna fyrir próf í júlí. Öll próf verða í boði dagana 21. - 24. júlí.
Lesa meira

Fjölmennasta brautskráning atvinnuflugnema frá upphafi

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands brautskráði 78 nemandur úr atvinnuflugmannsnámi skólans við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ, 12. júní 2020. Þetta er stærsta einstaka brautskráning atvinnuflugnema á Íslandi, en samtals hafa 410 nemendur útskrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili.
Lesa meira

Flugkennaraáritun

Næsta námskeið hefst 11. janúar 2021. Flugkennaraskírteinið (FI) undirbýr þig fyrir flugkennarahlutverkið. Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma.
Lesa meira

Ég er alin upp í flug­heim­in­um

Ragn­heiður Brynja Pét­urs­dótt­ir er í at­vinnuflug­manns­námi. Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í flug­brans­ann og þrátt fyr­ir erfitt ástand í flug­heim­in­um núna er eng­an bil­bug á henni að finna. Greinin birtist á mbl 28.04.2020.
Lesa meira

Verklegt nám fer aftur á flug

Vegna komandi tilslakana á samkomubanni stjórnvalda hefur Samgöngustofa veitt samþykki sitt fyrir því að verkleg flugkennsla hefjist að fullu á ný frá og með 4. maí næstkomandi.
Lesa meira

Upprifjunarnámskeið kennara frestað

Vegna aðstæðna hefur upprifjunarnámskeiði kennara sem fyrirhugað var, verið frestað fram yfir páska. Um leið og ný dagsetning liggur fyrir verða uppfærðar upplýsingar birtar á heimasíðu Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands.
Lesa meira

Brautskráning Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands brautskráði 25 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 17. janúar 2020. Samtals hafa 332 atvinnuflugmenn útskrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili, en ásamt Flugskóla Íslands hafa skólarnir tveir brautskráð yfir tólfhundruð atvinnuflugmenn.
Lesa meira

Gjafabréf í kynnisflug

Gjafabréf í kynnisflug hjá Flugakademíu Keilis er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem hafa áhuga á flugi eða hyggja á flugnám.
Lesa meira

1.200 einstaklingar hafa lokið atvinnuflugnámi á Íslandi

Sameinaðir skólar Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands hafa á undanförnum árum útskrifað rétt um tólf hundruð atvinnuflugmenn. Þá er áætlað að það þurfi um 800.000 nýja flugmenn á næstu tveimur áratugum. Miðað við þessar tölur er ljóst að flugskólar á Íslandi hafa skipað veigamikinn sess í menntun atvinnuflugmanna fyrir störf bæði hér á landi og erlendis.
Lesa meira