Fara í efni

Fréttir

Keilir semur við Flugverk um þjónustu á kennsluvélum skólans

Flugakademía Keilis hefur samið við viðhaldsfyrirtækið Flugverk um þjónustu á viðhaldi flugvéla skólans og tekur samningurinn gildi þann 1. desember næstkomandi.
Lesa meira

Aldrei fleiri konur í atvinnuflugnámi Keilis

Haustið 2018 leggja samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Má segja að um vitundarvakningu sé að ræða, þar sem ungar konur sækja meira í hin hefðbundnu karllægu störf en áður.
Lesa meira

Kynningarfundur um flugtengt nám

Flugakademía Keilis býður upp á kynnignarfund um flugnám fimmtudaginn 25. október kl. 17:00 - 19:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Samstarf við Diamond Flying Club í Austurríki

Vegna aukins áhuga á atvinnuflugnámi í Flugakademíu Keilis, hefur skólinn gert ráðstafanir til að tryggja aðgengi nemenda á seinni stigum námsins að fjölhreyflaáritun (CPL/ME/IR) með samstarfi við Diamond Flying Club í Austurríki.
Lesa meira

Nemendur frá Svíþjóð í starfsnámi hjá Flugakademíu Keilis

Þessa dagana eru tveir flugnemendur frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð í starfsnámi hjá Flugakademíu Keilis. Sem liður í flugnáminu þeirra, þurfa Anna Palmqvist og Viktor Varhelyi að sækja tveggja vikna starfsnám hjá flugskóla í eða utan Svíþjóðar og ákváðu þau að sækja um að taka þessar vikur hjá Keili.
Lesa meira

Námskeið fyrir flugkennaraáritun hefst í lok september

Flugakademía Keilis býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem hefst 28. september 2018.
Lesa meira

Starf flugvirkja hjá Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis auglýsir eftir flugvirkja til að sjá um almenna viðhaldsvinnu á flugvélum skólans. Umsækjendur þurfa að hafa Part 66 réttindi og marktæka starfsreynslu.
Lesa meira

Tvær nýjar kennsluvélar til Keilis

Tvær spánýjar kennsluflugvélar bættust við flugvélaflota Flugakademíu Keilis á dögunum. Floti skólans telur nú samtals fjórtán Diamond flugvélar, en með komu nýju vélanna hefur skólinn yfir að ráða einn nýstárlegasta og yngsta flota kennsluvéla í norður Evrópu.
Lesa meira

Skólasetning í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi

Skólasetning í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi fer fram föstudaginn 17. ágúst 2018. Nýnemar eru beðnir að mæta kl. 9:15 í stofu A2 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

Til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring, hefur Flugakademía Keilis opnað starfsstöð fyrir utan Barcelona. Keilir er þannig fyrsti flugskóli landsins til að halda úti verklegu flugnámi í tveimur löndum.
Lesa meira