Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í samtvinnað atvinnuflugnám

Við höfum opnað fyrir umsóknir í samtvinnaða atvinnuflugnámið okkar og er umsóknarfrestur til 15. desember. Námið hefst 10. janúar og tekur um 24 mánuði frá upphafi til enda.

Námið er það eina sinnar tegundar á landinu og hentar þeim sem hafa litla eða enga flugreynslu. Við lok náms öðlast þú samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda.

Námið er lánshæft sem fjögurra anna nám hjá Menntasjóði námsmanna og er eina lánshæfa flugnámið hér á landi hjá sjóðnum.

Inntökuskilyrði

- 18 ára á árinu.

- Hreint sakavottorð.

- Fyrsta flokks heilbrigðisvottorð.

- Leyfi til að búa og stunda nám á Íslandi.

- Stúdentspróf eða sambærilegt nám með að lágmarki þrjá áfanga í ensku (2. og 3. þrep), tvo áfanga í stærðfræði (2. þrep) og einn áfanga í eðlisfræði (2. þrep).

Ef þig vantar áfanga til þess að standast inntökuskilyrði er hægt að taka eðlisfræði-, ensku- og stærðfræðiáfanga af Fjarnámshlaðborði MÁ samhliða samtvinnaða avinnuflugnáminu í upphafi.

Umsóknarfrestur í námið er til 21. desember og hefst námið 15. janúar.

Nánari upplýsingar og umsóknir hér.