Fara í efni

Kynningarfundir Flugakademíu Íslands

Í sumar mun Flugakademía Íslands bjóða upp á reglulega kynningarfundi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um flugnám.

Kynningarfundirnir fara fram í bóklegri kennsluaðstöðu skólans að Ásbrú þar sem stuttir fyrirlestrar verða haldnir um flugnám, námsleiðir í boði, fjármögnun og atvinnumöguleika að námi loknu. Að loknum fyrirlestri gefst gestum tækifæri að skoða aðstöðu Flugakademíunnar á Ásbrú, kíkja á flugherma og ræða við kennara.

Kynningarfundir sumarsins verða á eftirfarandi tímum:

Þriðjudaginn 21. júní kl. 17:00

Mánudaginn 11. júlí kl. 17:00

Þriðjudaginn 26. júlí kl. 17:00

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér flugnám að láta sjá sig.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á kynningarfundina og er það gert hér.