Fara í efni

Innleiðing nýrrar ATPL námskrár hjá Samgöngustofu

Samgöngustofa (SGS) stefnir að innleiðingu nýrrar ATPL námskrár eins og lýst er á heimasíðu Samgöngustofu. Þar segir m.a. að „nemendur sem hefja próftöku sína fyrir 31. ágúst 2020 (þjálfaðir skv. eldri námskrá) gefst færi á að klára sín próf á eðlilegum tíma, í 6 setum á 18 mánuðum. Eftir 31. janúar 2022 verður eingöngu prófað eftir nýrri námskrá. Tveir spurningabankar verða keyrðir samhliða fyrir sitthvorn hópinn þangað til.“

Sérstök athygli er vakin á því að eldri nemendum verður ekki heimilt að hefja nýja tilraun við bókleg ATPL próf skv. eldri námskrá eftir 31. ágúst 2020, t.d. við fall á prófum Samgöngustofu í heild sinni. Líkt og áður er þeim nemendum gert að leita frekari þjálfunar hjá sínum flugskóla.

Þetta þýðir að hver sá sem hefur þreytt ATPL próf hjá Samgöngustofu í Integrated ATPL námi, þar með talið BASIC hluta námsins, fyrir 31. ágúst 2020 hóf nám sitt samkvæmt eldri námskrá og lýkur því námi í samræmi við hana, með þeim fyrirvara að prófum SGS sé lokið innan tilskilinna marka. Endurtekt á einstaka hlutaprófum hjá SGS færi fram í samræmi við eldri námskrá.

Það er ekki fullnægjandi eitt og sér að hafa lokið skólaprófum viðkomandi skóla. 

Nemandi verður að hafa þreytt a.m.k. eitt ATPL próf og vera í virkri prófatilraun hjá Samgöngustofu (þ.e. ekki fallinn á prófum SGS). Að öðrum kosti fellur nemandi undir nýja námskrá eins og lýst er að ofan og hefst nám í BASIC hluta samkvæmt þessari nýju námskrá nú í haust en ekki fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi fyrir Advanced hluta.

Endurtekt við fall á prófum Samgöngustofu í heild sinni færi fram í samræmi við nýja námskrá, og myndi krefjast frekari þjálfunar hjá flugskóla hjá þeim nemendum sem hlotið hafa þjálfun samkvæmt eldri námskrá.

Dæmi:

  • Nemendur sem hafa setið ATPL nám og tekið a.m.k. eitt ATPL próf hjá SGS fyrir 31. ágúst munu ljúka öllum sínum prófum hjá SGS í samræmi við eldri námskrá sem þeir lærðu eftir. Endurtekt t.d. við fall á prófum í heild sinni færi fram í samræmi við nýja námskrá.
  • Nemendur sem setið hafa BASIC nám og ætla í Advanced nám verða að hafa tekið a.m.k. eitt ATPL próf hjá SGS fyrir 31. ágúst til að geta haldið áfram á Advanced hluta nú í haust. 
  • Nemendur sem setið hafa BASIC nám og hafa tekið a.m.k. eitt ATPL próf hjá SGS fyrir 31. ágúst en ætla ekki áfram Advanced hluta nú í haust en síðar, gætu þurft að fá viðbótarþjálfun og munu þurfa að taka hlutapróf hjá SGS aftur því samkvæmt SGS er ekki hægt að skrá nemendur í próf skv. nýrri námskrá nema frá grunni. KAAIFA mun að óbreyttu ekki kenna samkvæmt eldri námskrá á öðrum Advanced námskeiðum en því sem hefst í haust. 
  • Nemendur þurfa ekki að tilkynna til SGS eftir hvorri námskrá þeir taki sín próf. Kerfi SGS heldur utan um það.