Fara í efni

Flugkennaraáritun

Flugkennaranám - FI(A) er sérhæft kennaranám, en námið er mikilvægur hlekkur að fyrsta skrefi atvinnuflugmanns í flugheiminum. Margir þjálfunarflugmenn flugrekenda hafa þennan bakgrunn og veitir það því atvinnuflugmanni kost á að víkka út atvinnumöguleika sína til framtíðar.

Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa og veita bæði verklega og bóklega flugþjálfunartíma. Farið verður yfir helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræði, mannlegrar getu og afköst samtvinnað við kennsluaðferðir, framkvæmd kennslu flugæfinga, meðhöndlun mistaka flugnema, gerð kennsluáætlana og notkun kennslutóla, auk skjalavistunar og gerð prófa og annara skjala. Einnig er farið í fyrirlestrasmíði og framsögu sem er kennt og þjálfað með styttri og lengri fyrirlestrum í kennslustofu s.s. með notkun á nýjustu tækni sem völ er á hverju sinni.

Flugkennaranámið er því góð leið til að öðlast frekari reynslu eftir að þú hefur lokið við atvinnuflugmannsnámið, og það veitir þér einnig tækifæri til að bæta flugmannshæfileika þína, sem eru eftirsóttir af flugrekendum, s.s. samvinnu tveggja flugmanna, greina hættur og grípa inn í þegar þess gerist þörf og leiðbeina öðrum flugmanni í réttan farveg.

Námið er í boði reglulega. Fyrirspurnum um námið svarar yfirflugkennari verklegu deildar - Hlynur Ólafsson.

Nánari upplýsingar um námið