Fara í efni

Flugakademían á sýningu í Frakklandi

Flugakademía Íslands tók nýlega þátt í Flugþjálfunar- og starfsgreinasýningunni (Salon des Formations et Métiers Aéronautiques) á París Le Bourget flugvellinum í Frakklandi rétt fyrir utan París. Sýningin hefur verið haldin síðan 1992 á Flugvéla- og geimskipasafninu við Le Bouget flugvöll og sóttu um 8.000 gestir sýninguna að þessu sinni. Um 45 Flugskólar og aðrir skólar voru með sýningarbása og heppnaðist þátttaka Flugakademíunnar einstaklega vel. Um 1.200 flugnemar víðsvegar frá Evrópu kynntu sér námsframboð Flugakademíunnar. Það var mikill áhugi á að koma og stunda flugnám innan um eldfjöll og jökla í alþjóðlegu umhverfi Keflavíkurflugvallar, á nýjustu gerðum kennsluvéla á samkeppnishæfu verði.