Fara í efni

Fjölmennasta brautskráning atvinnuflugnema frá upphafi

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands brautskráði 78 nemandur úr atvinnuflugmannsnámi skólans við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ, 12. júní 2020. Þetta er stærsta einstaka brautskráning atvinnuflugnema á Íslandi, en samtals hafa 410 nemendur útskrifast sem atvinnuflugmenn frá Keili.
 
Björn Ingi Knútsson, forstöðumaður Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands stýrði útskrift og afhenti atvinnuflugmönnum prófskírteini ásamt Davíð Brá Unnarssyni, yfirkennara verklegrar deildar. 
 
Kayla Jo Baranowski fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur með 9,5 í meðaleinkunn. Fékk hún gjafir frá Norlandair, Air Atlanta og Bluebird Nordic. Ræðu útskriftarnema í atvinnuflugnámi hélt Margrét Þórhildur Maríudóttir.
 
Næstu bekkir í Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands hefjast í lok ágúst 2020. 
 
Stærsta útskrift í sögu Keilis
 
Keilir útskrifaði samtals 209 nemendur þennan dag og er þetta fjölmennasta brautskráning nemenda skólans frá upphafi. Samtals hafa nú 3.858 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007.  Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp auk þess sem Þorgrímur Þráinsson flutti hátíðarræðu. Vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi á samfélagsmiðlum Keilis.
 
Myndir frá útskrift Keilis 12. júní 2020 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)