Fara í efni

Ég er alin upp í flug­heim­in­um

Ragn­heiður Brynja Pét­urs­dótt­ir, atvinnuflugmannsnemi í Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands
Ragn­heiður Brynja Pét­urs­dótt­ir, atvinnuflugmannsnemi í Flugakademíu Keilis - Flugskóla Íslands

Greinin birtist á mbl 28.04.2020

Ragn­heiður Brynja Pét­urs­dótt­ir er í at­vinnuflug­manns­námi. Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í flug­brans­ann og þrátt fyr­ir erfitt ástand í flug­heim­in­um núna er eng­an bil­bug á henni að finna. 

„Ég er í at­vinnuflug­manns­námi hjá Flug­skóla Íslands sem sam­einaðist Keili síðastliðið vor. Við þenn­an samruna stækkaði skól­inn og flug­flot­inn sem er já­kvætt fyr­ir nem­end­ur. Það er einnig gam­an að sjá hversu mik­il aukn­ing er í að stelp­ur leggi þetta fyr­ir sig,“ seg­ir Ragn­heiður Brynja um nám sitt. 

„Það kom eig­in­lega ekk­ert annað til greina þegar ég fór að huga að framtíð minni. Ég er alin upp í flug­heim­in­um en for­eldr­ar mín­ir hafa ávallt unnið við flugið á einn eða ann­an hátt. Einnig voru bæði móður- og föðuraf­ar flug­stjór­ar áður en þeir fóru á eft­ir­laun þannig að allt í kring­um mig hef­ur snú­ist um flug frá því ég man eft­ir mér. Ég á mér því marg­ar fyr­ir­mynd­ir þegar það kom að því að velja mér starfs­vett­vang. Í gegn­um for­eldra mína hef ég upp­lifað hvað það skipt­ir miklu máli að vera ánægður í starfi sem maður vel­ur sér sem framtíðarstarf. Á sama tíma og þessi heim­ur er ótrú­lega spenn­andi þá er hann einnig mjög óáreiðan­leg­ur eins og heims­byggðin er að upp­lifa í dag.

Frá því ég var lít­il stelpa var ég ákveðin í að verða flugmaður og þegar ég fór í fyrsta flug­tím­ann var ekki aft­ur snúið. Ég byrjaði í einka­flugs­nám­inu 19 ára göm­ul með mennta­skóla en áður en ég skráði mig í at­vinnuflug­manns­námið fór ég í heims­ferð og  Hús­stjórn­ar­skól­ann. Nú stefni ég á að klára at­vinnuflugnámið um leið og hægt er sök­um ástands­ins.“

Eins og hjá svo mörg­um öðrum hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn haft áhrif á námið. 

„Bók­leg­um próf­um hef­ur verið frestað en ef allt geng­ur eft­ir fara próf­in fram í lok maí. Auk þess seink­ar veir­an verk­lega nám­inu þar sem nem­end­ur geta ekki flogið með flug­kenn­ara en þetta hef­ur mik­il áhrif á þá sem eru að klára verk­lega námið.“

Ástandið í heim­in­um í dag hef­ur ekki áhrif flug­manns­draum Ragn­heiðar Brynju. 

„Ég finn ekki fyr­ir nein­um bakþönk­um og ekki held­ur vin­ir mín­ir í nám­inu. Það eru ávallt niður­sveifl­ur í flug­heim­in­um og ef mann lang­ar að leggja þetta fyr­ir sig þá verður maður að gera ráð fyr­ir því að það komi erfiðir tím­ar þó að þessi niður­sveifla sé af öðrum toga en hingað til. Ef ég horfi á já­kvæðu hliðina þá er kost­ur að vera að læra á þess­um tíma og ég ætla að njóta þess eins og hægt er. Flugnámið er gríðarlega skemmti­legt og fjöl­breytt og í gegn­um námið hef ég eign­ast góða vini sem er ómet­an­legt. Þetta er mjög ein­stak­lings­bundið nám og nem­end­ur eru að klára á mis­mun­andi tíma en við höld­um góðu sam­bandi og stöpp­um stál­inu í hvert annað.“

Hvað er það besta við að fljúga um loft­in blá?

„Það er svo margt sem er gam­an við að fljúga en það helsta er að geta hoppað upp í vél og flogið nán­ast hvert sem er. Þú finn­ur fyr­ir frelsi, víðáttu og friðsemd ein með sjálfri þér en það eru for­rétt­indi að hafa tæki­færi á að fljúga yfir okk­ar fal­lega land. Maður gleym­ir al­veg stund og stað.“

Ragn­heiður Brynja seg­ist vera hepp­in að hafa fengið tæki­færi til að ferðast víða, inn­an­lands sem og er­lend­is. Eft­ir mennta­skóla vann hún í eina önn til að fjár­magna heims­reisu sem hún sér svo sann­ar­lega ekki eft­ir. Ann­ars eru það skíðaferðir sem sitja helst eft­ir en hún æfði og keppti á skíðum lengi. 

„Mín­ar upp­á­halds­ferðir eru skíðaferðir með fjöl­skyld­unni en við velj­um þær ávallt fram yfir sum­ar­leyf­is­ferðir. Síðasta ferðin sem við fór­um í var til Aust­ur­rík­is sem ég vel um­fram önn­ur lönd en þar eydd­um við bæði jól­um og ára­mót­um sem ég mæli ein­dregið með.“

Ragn­heiður Brynja hélt áfram að fara á skíði eft­ir að skíðalyft­ur lokuðu en hún byrjaði að fara á fjalla­skíði eft­ir að hún hætti að æfa skíði. 

„Skemmti­leg­asta úti­vist­in er klár­lega skíðamennsk­an því hún er einnig svo fjöl­skyldu­væn, all­ir geta tekið þátt sama á hvaða aldri þeir eru. Skíðamennsk­an er líka svo fjöl­breytt og þú get­ur stundað hana í flest­um veðrum. Eft­ir að ég hætti að æfa og keppa á skíðum þá er ég búin að kynn­ast fjalla­skíðamennsk­unni. Nú er ein­mitt til­valið að stunda fjalla­skíði í sam­komu­bann­inu þar sem skíðalyft­ur eru lokaðar. Mamma er einnig búin að kynna mig fyr­ir göngu­skíðum en það var eitt­hvað sem ég ætlaði aldrei að prófa en lét til leiðast um dag­inn. Það er því eng­in af­sök­un að finna sér ekki eitt­hvað að gera í sam­komu­bann­inu.

Ég kynnt­ist einnig fal­leg­um göngu­leiðum í Vest­manna­eyj­um um dag­inn þegar kær­asti minn og ég þurft­um að fara í sótt­kví en hann er þaðan. Það bjargaði geðheils­unni að geta farið út og hreyft sig reglu­lega í fal­legri nátt­úru.“