Fara í efni

Bóklegt atvinnuflugmannsnám nú í boði í fjarnámi

Flugakademía Íslands hefur bætt við bóklegu atvinnuflugmannsnámi í fjarnámi við námsframboð sitt. Hægt er að sækja um og hefja fjarnámið hvenær sem er og ráða nemendur sínum námshraða sjálfir.

Bóklegt nám fer fram samkvæmt sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 námsgreinar. Námsgreinarnar skiptast í tvennt, A og B fög, og eru þau kennd í staðlotum einu sinni á vorönn og einu sinni á haustönn. Nemendur geta því stýrt námshraða að vild og klárað námið á einni, tveim, þrem eða jafnvel fjórum önnum.

Fjarnámsnemendur Flugakademíu Íslands hafa á meðan á námstíma stendur aðgang að aðstöðu Flugakademíunnar að Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar er hægt að nálgast kennslustofur, mötuneyti, aðstöðu fyrir hópavinnu og setustofur fyrir námsmenn. Einnig er í boði fullkomin tölvuþjónusta og óhindraður og ótakmarkaður aðgangur að námsráðgjöfum.

Staðlotur á árinu 2023 eru kenndar eftirfarandi daga:

27. febrúar – 4. mars

20. – 25. mars

25. – 30. september

23. – 28. október

Sækja um