Fara í efni

Atvinnuflugmannsnám hefst næst í maí og september

Líkt og undanfarin ár er mikil ásókn í atvinnuflugmannsnám Flugakademíu Keilis. Næstu námskeið í samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugmannsnám hefjast í maí og september 2019.
 
Flugakademía Keilis býður upp á fjölbreytt flugtengt nám í framsæknum skóla sem undirbýr nemendur fyrir störf í alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og eru kennsluvélar skólans þær nýjustu og tæknivæddustu á landinu. Staðsetning skólans við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík felur í sér einstaka aðstöðu til kennslu flugtengdra greina. Eftir kaup Keilis og Flugskóla Íslands verður auk þess hægt að stunda bæði bóklegt og verklegt nám á höfuðborgarsvæðinu. 
 

Nánari upplýsingar um komandi námskeið má nálgast á heimasíðu Flugakademíunnar