Fara í efni

Verklegt nám fer aftur á flug

Vegna komandi tilslakana á samkomubanni stjórnvalda hefur Samgöngustofa veitt samþykki sitt fyrir því að verkleg flugkennsla hefjist að fullu á ný frá og með 4. maí næstkomandi.

Opnað hefur verið fyrir skráningu nemenda og póstur með leiðbeiningum verið sendur bæði flugnemum og flugkennurum skólans.

Eftirfarandi takmarkanir halda gildi þó við tökumst aftur á flug og biðjum við nemendur og kennara að fylgja þeim í hvívetna:

  • Enn er mælt með því að einstaklingar haldi tveggja metra fjarlægð eftir bestu getu, þó það sé vissulega ekki mögulegt um borð í vélum okkar.
  • Fyrri skilaboð um lágmörkun á tíma varið í kringum aðra airside halda enn gildi.
  • Krafið er á um að þurrkað sé af öllum stjórntækjum véla eftir notkun og þeim almennt haldið hreinum.
  • Kennarar og nemendur viðhalda samskiptum fyrir flug og ganga úr skugga um það áður en kennsla fer fram að hvorugt finni fyrir einkennum eða slappleika.
  • Hendur séu þrifnar vandlega áður en mætt er í flug
  • Sótthreinsiefni verða enn til staðar.

Þessi fyrirmæli gilda þar til annað er tekið fram.