Fara í efni

Áhafnasamstarfsnám MCC

ALSIM ALX
ALSIM ALX

Námskeið um áhafnasamstarfsnám (MCC) verður næst haldið dagana 22. - 24. mars, kl. 17 - 22 í húsakynnum Flugakademíu Íslands í Hafnarfirði.

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél) þarf hann að læra nýjar venjur og nýjar reglur. Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns. Þetta námskeið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra.

Námskeiðið snýst um að læra undirstöðu samstarfsins: Sameiginlega ákvarðanatöku, samskipti, verkaskiptingu, notkun gátlista, gangvirkt eftirlit, og stuðning í gegnum alla þætti flugsins undir venjulegum og óvenjulegum aðstæðum sem og í neyðartilvikum. Þetta eru þættir sem eru yfirleitt ekki hluti af tegundaáritunum fjölstjórnarflugvéla og er námskeið í áhafnasamstarfi því skylda áður en menn fá að sækja slíka þjálfun.

Á námskeiði í MCC skal vera minnst 25 tíma kennsla og æfingar í bóklegum greinum og 20 tíma þjálfun í áhafnasamstarfi. Nota skal til þess flugleiðsöguþjálfa II MCC (FNPT II) eða flughermi. ALSIM ALX er notaður til þessara þjálfunar.

Nánari upplýsingar