Fara í efni

Áfangaskipt atvinnuflugnám hefst næst 14. nóvember

Flugakademía Íslands býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu. Áfangaskipt (modular) atvinnuflugnám er samsetning af tilskyldum og nauðsynlegum áföngum. Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma.

Áður en nemandi getur hafið verklegt atvinnuflugnám þarf viðkomandi að vera handhafi einkaflugmannsskírteinis, hafa lokið tímasöfnun og vera með að minnsta kosti 150 flugtíma. Að loknu bæði bóklegu og verklegu atvinnuflugmannsnámi, útskrifast nemendur með að minnsta kosti 200 flugtíma í flugvél að viðbættum tímum í flughermi fyrir blindflugsáritun.

Námið hefst næst 14. nóvember 2022 og er umsóknarfrestur til 31. október næstkomandi.

Inntökuskilyrði

  • Vera 18 ára á árinu
  • Hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki með að lágmarki þrjá áfanga í ensku (2. og 3. þrep), tvo áfanga í stærðfræði (2. þrep) og einn áfanga í eðlisfræði (2. þrep). Ef vantar áfanga til þess að standast inntökuskilyrði getur verið möguleiki að taka eðlisfræði-, ensku- og stærðfræðiáfanga af Fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú samhliða samtvinnaða atvinnuflugnáminu með ákveðnum skilyrðum.
  • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate) fluglæknis.
  • Vera með hreint sakavottorð og geta gengist við bakgrunnskoðun lögregluyfirvalda, vegna óhefts aðgangsheimildar inn á flugvallarasvæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar. Nemanda ber að verða sér út um sakavottorð hjá viðkomandi lögregluembætti fyrir námið. Einnig má benda á að við lok náms getur Samöngustofa einnig krafist sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar, vegna útgáfu á flugskírteini.
  • Erlendir þegnar frá landi utan EES (ESB) og/eða EFTA sem ætla að búa á Íslandi lengur en þrjá (3) mánuði verða að hafa gild dvalarleyfi. Fáðu nánari upplýsingar um dvalarleyfi og námsleyfi.

Nánari upplýsingar

Sækja um