Fara í efni

Áfangaskipt atvinnuflugnám hefst 15.nóvember

Flugakademía Íslands býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu. Áfangaskipt atvinnuflugnám er samsetning af tilskyldum og nauðsynlegum áföngum. Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.

Áður en nemandi getur hafið verklegt atvinnuflugnám þarf viðkomandi að vera handhafi einkaflugmannsskírteinis, hafa lokið tímasöfnun og vera með að minnsta kosti 150 flugtíma. Að loknu bæði bóklegu og verklegu atvinnuflugmannsnámi, útskrifast nemendur með að minnsta kosti 200 flugtíma í flugvél að viðbættum tímum í flughermi fyrir blindflugsáritun.

Námið hefst næst í 15. nóvember 2021 og er umsóknarfrestur til 1. nóvember næstkomandi.

Nánari upplýsingar og umsóknir hér.