Fara í efni

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Áfangaskipt atvinnuflugnám hefst næst í 16. nóvember 2020 og er umsóknarfrestur til 1. nóvember næstkomandi.

Flugakademían býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu.

Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám fer fram samkvæmt sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 fög sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá kl. 9 - 16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.

Nánari upplýsingar um áfangaskipt atvinnuflugnám