Hefurðu áhuga á að verða atvinnuflugmaður og geta starfað við atvinnuflug í Evrópu?
Atvinnuflugnám er mjög krefjandi og þarfnast mikils sjálfsaga og vinnu við að ná settu markmiði. Verkleg þjálfun fer fram samhliða bóklegum námskeiðum sem öllu þarf að vera lokið á 12-36 mánuðum. Að loknu námi öðlast þú samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda.
Allir flugtímar eru verkleg þjálfun sem fer fram með kennara, og útskrifast nemendur úr námi með að minnsta kosti 185 tíma, þar af eru að minnsta kosti 100 blindflugstímar sem fara fram bæði í flughermi og í flugvélum.
Atvinnuflugnám er lánshæft að hluta hjá Menntasjóði námsmanna. Nánari upplýsingar um það má finna hér.
Innifalið í námsgjöldum eru öll nauðsynleg námsgögn, aðgangur að aðalbyggingu Keilis, lágmarks flugtímar í verklegri þjálfun og einkennisfatnaður.
Þegar að námsmenn hafa verið samþykktir í námið þarf að greiða staðfestingargjald upp á 800.000ISK. Restin af námsgjöldum rukkast þegar að nemandi hefur nám á hverri önn fyrir sig, samtals fjórar viðbótar greiðslur.
Inntökuskilyrði
Umsækjendur þurfa að:
- Vera 18 ára á árinu
-
Hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki með að lágmarki þrjá áfanga í ensku (2. og 3. þrep), tvo áfanga í stærðfræði (2. þrep) og einn áfanga í eðlisfræði (2. þrep)*
*Ef vantar áfanga til þess að standast inntökuskilyrði getur verið möguleiki að taka eðlisfræði-, ensku- og stærðfræðiáfanga af Fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú samhliða atvinnuflugnáminu með ákveðnum skilyrðum.
- Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate) fluglæknis.
- Vera með hreint sakavottorð og geta gengist við bakgrunnskoðun lögregluyfirvalda, vegna óheftar aðgangsheimildar inn á flugvallarasvæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar. Nemanda ber að verða sér út um sakavottorð hjá viðkomandi lögregluembætti fyrir námið. Einnig má benda á að við lok náms getur Samöngustofa einnig krafist sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar, vegna útgáfu á flugskírteini.
- Erlendir þegnar frá landi utan EES (ESB) og/eða EFTA sem ætla að búa á Íslandi lengur en þrjá (3) mánuði verða að hafa gild dvalarleyfi. Fáðu nánari upplýsingar um dvalarleyfi og námsleyfi.
Bóklegt nám
Skólinn miðar að því að bjóða upp á úrvals kennslu, námsefni og stoðefni í staðnámi og afnot á Canvas kennslukerfi í undirbúningi fyrir hverja kennslustund. Skólinn notar einnig til þess nýjustu námstækni sem völ er á, þar á meðal markaðsleiðandi þjálfun sem byggir á námi í gegnum gagnvirkan tölvuhugbúnað frá Evionica.
Bóknámið er 750 klst. að lengd í staðnámi og skiptist í tvo hluta; BASIC grunnnám og ATPL ADVANCED framhaldsnám. Þú byrjar á grunnnámskeiði sem samanstendur af 9 bóknámsfögum og miða að því að veita nauðsynlega þekkingu fyrir fyrstu 3 stig flugþjálfunar. Eftir grunnnámskeiðið muntu fara í ATPL ADVANCED framhaldsnám (Airline Transport Pilot License) sem er bóklegt nám til réttinda atvinnuflugmanns sem samanstendur af 14 mismunandi námsefnum.
Verklegt nám
Verkleg flugþjálfun er skipt niður í átta mismunandi áfanga (fasa), hver þeirra með mismunandi verkefni en með stefnu á sama markmið — að veita þér nauðsynlega færni og þekkingu til að geta flogið sem atvinnuflugmaður með fjölhreyfla blindflugsréttindi. Námsskráin samanstendur af flugtímum í flugvélum af gerðinni Diamond DA40 og DA42 NG, flugvélum, ásamt flughermum af gerðinni Diamond DA42 DSIM. Flugþjálfun er skipulögð yfir allan námstímann, með bóknámi og á bóknámið að styðja við skilning nemenda í verklegri þjálfun hverju sinni.