Bókleg próf

Bókleg endurtektarpróf eru haldin reglulega hjá Flugakademíu Íslands. Prófin eru haldin á einni af námsstöðin Keilis og geta verið sameinaðir hverju sinni (KEF-RVK bekkir). Hér má finna dagsetningar fyrir næstu einka- og atvinnuflugmannspróf;

Um endurtektarpróf - bæði fyrir Keflavík og Reykjavík

Endurtektarpróf fyrir bekki í KEF og RVK verður haldið í húsnæði skólans að Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbæ - Sjá hér staðsetningu

Skráning í upptökupróf verða að fara fram á hlekknum hér til hliðar "skráning í próf" og innan tilskilins skráningarfrests. Eftir að frestur er liðinn er ekki hægt að koma í prófið og verður viðkomandi að skrá sig næst þegar próf er haldið. Skráningarfrestur eru tveir virkir dagar fyrir prófdag.

 

Ákvæði um skráningu í próf

Með skráningu í próf skuldbindir nemandi sig til að mæta í prófið og greiðir fyrir það samkvæmt gildandi verðskrá. Skráningin er bindandi og er ekki endurgreitt fyrir próf eða prófskráningu, hvort heldur er mætt eða ekki.  Ef nemandi skráir sig, en á eftir að greiða og mætir ekki, þá er gert ráð fyrir nemandanum og honum verður því sendur greiðsluseðill fyrir prófinu. Skráningarfrestur eru tveir virkir dagar fyrir prófdag.