Fara í efni

Samtvinnað atvinnuflugnám

Atvinnuflugnám við Flugakademíu Íslands hefst næst 31. ágúst 2021. Að loknu námi öðlast þú samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini.

Frekari upplýsingar

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Áfangaskipt (modular) atvinnuflugnám er samsetning af tilskyldum og nauðsynlegum áföngum. Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.

Frekari upplýsingar

Einkaflugnám

Einkaflugnám er ætlað þeim sem vilja verða einkaflugmenn og vilja stunda sjónflug á litlum einshreyfils flugvélum, sér og farþegum sínum til ánægju. Að loknu einkaflugnámi, öðlast þú samevrópsk einkaflugmannsréttindi, sem veitir þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim. Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.

Frekari upplýsingar

Flugkennaranám

Flugkennaranámið er góð leið til að öðlast frekari reynslu eftir að þú hefur lokið við atvinnuflugmannsnámið, og það veitir þér tækifæri til að bæta flugmannshæfileika þína sem eru eftirsóttir af flugrekendum, s.s. samvinnu tveggja flugmanna, greina hættur og grípa inn í þegar þess gerist þörf og leiðbeina öðrum flugmanni í réttan farveg.

Frekari upplýsingar

Námskeið

Flugakademía Íslands býður fjölbreytt úrval námskeiða fyrir flugmenn og flugkennara til þess að endurnýja eða bæta við réttindi sín. S.s. Áhafnasamstarf á þotu, endurnýjunar- og upprifjunarnámskeið, enskumat o.s.frv.

Frekari upplýsingar

Viðburðir á næstunni

Við erum á Instagram

Umsagnir nemenda 

Gott veganesti í framtíðina

Það var frábært að læra við Flugakademíuna, reyndir kennarar, frábært umhverfi og gott veganesti í framtíðina.

Steingrímur Páll Þórðarson, atvinnuflugmaður hjá SAS

Umsagnir nemenda 

Sveigjanleg þjálfun, gott verð og metnaðarfullir kennarar

Ég er mjög ánægð með tímann minn við Keili og á Íslandi. Þjálfunin var sveigjanleg, verðið gott, kennararnir metnaðarfullir, gott kennsluefni og nútímaleg stefna. Á Íslandi kynnist maður alls kyns flugskilyrðum og krefjandi umhverfi sem gerir það fullkomið til þjálfunnar. Akkúrat flugnámið sem ég leitaðist eftir

Christina Thisner, atvinnuflugmaður hjá SAS

Umsagnir nemenda 

Allir róa að sama markmiði

Bóklega námið var mjög vel skipulagt, góðir kennarar og faglega staðið að öllu. Ég kunni einstaklega vel við bekkjarkerfið þar sem gaman er að hafa góðan hóp í kringum sig þar sem allir róa að sama markmiði

Marteinn Urbancic, atvinnuflugmaður

Umsagnir nemenda 

Villtu heyra frá fleiri nemendum?

Vantar þig frekari upplýsingar?