Afbrotafræði (FÉLA2AB05)
Áfanginn er inngangur að afbrotafræði. Farið er í sögu greinarinnar og nokkrum helstu hugtökum og kenningum gerð skil.
Bókfærsla I (BÓKF1IB05)
Í áfanganum er farið í grunninn á bókhaldi og meginreglur tvíhliða bókhalds.
Eðlisfræði (EÐLI2BY05)
Í þessum grunnáfanga í eðlisfræði er farið yfir hreyfingu hluta eftir beinni línu, vigra í tvívíðu rúmi, kraftalögmál Newtons, orkuvarðveislu, skriðþunga, þrýsting og ljósgeislafræði.
Enska á 2. þrepi (ENSK2LO05)
Áfanginn byggir á grunnskólahæfni nemenda. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa færni nemendans í enskri málfræði, virkri hlustun, lesskilning og tjáningu bæði munnlega og skriflega á enskri tungu.
Enska á 3. þrepi (ENSK3TG05)
Nemendur vinna með menningu og sögu í tilteknu enskumælandi samfélagi, venjur þar og siði. Unnið með lestur og ritun texta af fjölbreyttri gerð. Nemendur efla grunnorðaforða vísinda og fræða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar.
Fjármálalæsi (FJÁR1FL05)
Í áfanganum er farið í gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Lögð verður áhersla á fjármálalæsi sem hagnýta fræðigrein sem nýtist öllum í námi og starfi.
Heilbrigðisfræði (HBFR1HH05)
Þetta námskeið fjallar um heilbrigði og heilsu. Áhersla verður lögð á heilsu og hin ýmsu heilsufarstengdu vandamál sem þekkjast í dag.
Íslenska á 2.þrepi (ÍSLE2GA05)
Viðfangsefni áfangans er íslenskt mál og bókmenntir. Nemendur efla markvisst færni sína í lestri og réttritun.
Íslenska - bókmenntir fyrri alda, 3.þrep (ÍSLE3BF05)
Í áfanganum er viðfangsefnið bókmenntasaga og bókmenntir fyrri alda; Eddukvæði, Íslendingasögur, lærdóms- og upplýsingaröld.
Íslenska - nútímabókmenntir (ÍSLE3NB05)
Nemendur lesa íslenska bókmenntatexta 20. og 21. aldar..
Kvikmyndasaga (SAGA2KM05)
Í áfanganum verður fjallað um sögu kvikmyndanna, frá fyrstu verkum frumkvöðlanna til dagsins í dag.
Líffæra- og lífeðlisfræði 1 (LÍOL2BV05)
Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallar atriði hvað varðar líkamann og hvernig hann starfar.
Líffæra- og lífeðlisfræði 2 (LÍOL2IL05)
Í áfanganum verður farið yfir helstu grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði.
Næringarfræði (NÆRI1GR05)
Í áfanganum er fjallað um orku- og næringarefni líkamans. Nemendur kynna sér vel almennar ráðleggingar um mataræði og hvernig þær eru notaðar.
Physics (EÐLI2GA05)
The course is a basic course in classical physics. Students practice finding and using the right physics tools to examine and understand the world around them. The course is only in english.
Sálfræði (SÁLF2AA05)
Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein, upphaf hennar, eðli, saga, þróun, tengsl við aðrar fræðigreinar, helstu stefnur og grunnhugtök. Fjallað er um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar.
Skyndihjálp (SKYN2SÞ01)
Í þessum áfanga er farið í helstu atriði og viðbrögð við óvæntum slysum og veikindum.
Stærðfræði (STÆR2HS05)
Í áfanganum verður farið í verslunarreikning (jöfnur, hlutfalla-, prósentu og vaxtarreikning, verðtryggingu og erlendan gjaldeyri) og grunnþætti tölfræði (tíðni, gröf, miðsækni og dreifingu).
Stærðfræðigrunnur - Undirbúningsnámskeið
Stærðfræðigrunnur er hugsaður sem þjálfunarnámskeið og er sniðinn að þörfum þeirra sem vantar upp á grunninn til að geta hafið stærðfræðinám.
Sýklafræði (SÝKL2SS05)
Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og sérkenni sýkla. Fjallað er um byggingu sýkla, umhverfisþætti er móta útbreiðslu sýkla, smitleiðir og helstu smitsjúkdóma.
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár (UPPÆ1SR05)
Áfanginn fjallar um leit og notkun á fræðilegum upplýsingum. Áhersla verður lögð á að nemendur geti leitað sér að fræðilegum heimildum í leitarvélum, á alnetinu, í bókum og í tímaritum.