Skip to content

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði

b4r02rc562d00g18mifyv96.png

Vetur 2021-2022

Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði var fyrst haldið á vordögum 2003. Kennsluefnið hefur verið unnið jafnt og þétt síðan þá, og kyrfilega meitlað í takt við áherslur og spurningar fyrri inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og vel öflugur hópur kennara.

Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum. Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í sjálft inntökuprófið og greiða fyrir það.

Sækja um

Fyrirkomulag námskeiðs

Skipulögð dagskrá hefst með vikulegum stoðtímum, frá janúar til apríl. Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er notaður í fyrirlestur og seinni hlutinn oftast í dæmatíma þar sem kennarar og læknanemar ganga um salinn og aðstoða við úrlausn verkefna. Vorfyrirlestrar hefjast svo í lok maí og standa fram að prófi.

Skráning á námskeiðið

  • Skráning á námskeiðið er bindandi og námskeiðsgjald fæst því ekki endurgreitt
  • Eftir að gengið er frá skráningu fá þátttakendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins sem inniheldur talsvert magn af kennsluefni
    – Athugið að póstþjónar flokka skeyti um kennsluvefinn stundum sem ruslpóst. Fylgist því vel með ruslpósthólfi ef skeytið hefur ekki borist innan tveggja virkra daga.
  • Handbók námskeiðsins sem við köllum Biblíu er hægt að fá afhenta í afgreiðslu Keilis.
    – Auk þess er Biblían afhent á kynningarfundum að hausti og í tengslum við stoðtíma á vorönn

Umsagnir

Námskeiðið er rosalega góður undirbúningur fyrir inntökuprófið. Mæli með því að allir sem ætla í prófið fari á námskeiðið! Algjör snilld!
Guðríður Hlíf, M.B.

Ég tók prófið í fyrra en fór ekki á námskeiðið. Mér gekk ágætlega en finn hvað ég er miklu betur undirbúin núna. Það er mikill metnaður lagður í námskeiðið og ég er fegin að hafa skráð mig!
Nafnlaust

Vandað og vel uppsett námskeið sem ég mæli eindregið með fyrir hvern þann sem hyggst þreyta inntökuprófið fyrir lækninn eða sjúkraþjálfarann.
Matthías Örn Halldórsson

Hefur hjálpað mér mjög mikið í undirbúningnum og hjálpar mér að skipuleggja mig hvað ég á að læra og með hvaða áherslum.
Elín Þóra

Algjör snilld, ef maður hefði haft svona kennara í framhaldsskóla, þá væri þetta próf ekki erfitt.
Einar Gauti Ólafsson

Þeir sem sækja þetta námskeið hafa klárt forskot á hina sem gera það ekki.
Andri H. Halls

Mjög flott námskeið, þó að ég ætli ekki inn fyrr en á næsta ári hjálpaði þetta mjög að rifja upp og sýna mér hverju ég á vona á og hvaða orrustur er sniðugt að velja þegar ég fer að undirbúa mig á næsta ári.
Kári Ingason

Námskeiðið nýttist mér vel og líka handbókin með áherslunum. Fór í fyrra í prófið og þá ekki á námskeiðið og ekki með handbókina og var alveg úti á þekju. En núna eftir að hafa farið á námskeiðið er ég miklu betur stemd og undirbúin og veit við hverju má búast. Mæli alveg hiklaust með námskeiðinu.
Nafnlaus

Þetta námskeið er frábært. Án þess hefði ég ekki haft minnstu hugmynd hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir inntökuprófið. Allar glósurnar og verkefnin sem fylgja námskeiðinu eru mjög góð og hef ég lítið þurft að nota mín eigin gögn. Námskeiðið hefur örugglega veitt þeim sem sóttu það forskot miðað við hina sem ekki gerðu.
Nafnlaus

Metnaðarfullt og flott námskeið. Stóðst allar væntingar og vel það
Nafnlaust