Tæknibúðir

Sumarið 2016 býður Keilir í fjórða sinn upp á tæknibúðir fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 13 ára (2002 - 2006). Námskeiðin verða haldin í húsnæði Keilis og munu þátttakendur njóta góðs af þeirri aðstöðu sem tæknifræðideild Keilis hefur uppá að bjóða. 

Markmiðið er að auka þekkingu og vitund unglinga á tækni og vísindum. Mikið verður lagt uppúr því að útskýra hvernig tækni og vísindi hefur áhrif á allt okkar daglega líf. Framkvæmdar verða spennandi tilraunir og æfingar ásamt þroskandi og skemmtilegum verkefnum undir leiðsögn leiðbeinenda. Í lok námskeiðsins fá allir krakkarnir viðurkenningu fyrir að hafa lokið Tæknibúðum Keilis. 

Dagsetningar og verð

  • Námskeiðið er í 5 daga, 3 klst á dag. 
  • Frá mánudegi 20. júní til föstudags 24. júní.
  • Hægt er að velja milli þess að vera frá 9:00 – 12:00 eða 13:00 - 16:00

Námskeiðin eru háð lágmarksþátttöku. 

  • Námskeið 1: 20. - 24. júní kl   9:00 - 12:00 (verð: 9.900).
  • Námskeið 2: 20. - 24. júní kl 13:00 - 16:00 (verð: 9.900).

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Svafa Ólafsdóttir verkefnastjóri á netfangið viskubrunnur@keilir.net eða í síma 578 4091.


Tengt efni