Scratch námskeið

Á þessu námskeiði læra þátttakendur grunnatriði forritunar um leið og þeir skemmta sér í Scratch.

Scratch er myndrænt forritunarumhverfi og samfélagsmiðill þar sem fólk á öllum aldri lærir forritun í umhverfi sem keyrir á öllum tölvum og stýrikerfum án sérstakrar uppsetningar.  Forritin eru gjarnan hreyfimyndir sem segja sögur, en geta einnig verið leikir, reikningskúnstir eða ýmislegt annað.

Þegar fólk deilir verkefnum sínum í Scratch umhverfinu með samfélaginu eða til dæmis vinum sínum á facebook, þá birtir það í leiðinni verkefnið sitt fyrir Scratch samfélaginu og það gerir allt umhverfið að ótrúlega góðu námsumhverfi, því ef þú sérð eitthvað sniðugt í Scratch, þá getur þú „skoðað í pakkann“ og séð hvernig það var gert, auk þess sem þú getur „endurblandað“ sem þýðir að þú gerir afrit og getur haldið áfram með verkefnið á þínum forsendum. 

Upplýsingar um námskeiðið

Námskeiðið getur nýst börnum frá miðskólastigi til að komast af stað í að læra forritun og skemmta sér í Scratch samfélaginu, en það inniheldur einnig dýpt og útskýringar á grunnatriðum forritunar sem nýtast þeim áhugasömu til að undirbúa sig fyrir grunnatriði forritunar eins og þau eru kennd á háskólastigi.

Námskeiðið er sjálfnám og fæst aðgangur að efninu í þrjá mánuði sem er meira en nægur tími til að tileinka sér efnið, en búast má við að nemendur eyði að jafnaði um 12 klukkustundum í að kynna sér efnið og gera æfingarnar. 

  • Verð: 15.000 krónur

Skráning á námskeiðið

Nánari upplýsingar veita Sigrún Svafa Ólafsdóttir eða Ásdís Ólafsdóttir, á netfangið viskubrunnur@keilir.net eða í síma 578 4091 / 578 4079

 

 


Tengt efni