Gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur

Hér geta nemendur í tæknifræðinámi Keilis fundið ýmsar upplýsingar, til dæmis stundaskrár, nemendahandbók, hlekki á nemendaverkefni og upplýsingar um lokaverkefni.

 • Kennslualmanak og stundatöflur

  Hér er hægt að nálgast stundaskrár og kennsludagatal, próftöflur, bókalista og fleira.

  • Stundaskrár

   Athugið að stundatöflur haustmisseris eru birtar með fyrirvara um breytingar. Uppfært 5. júní 2018.

   Stundaskrár fyrir 10 vikna lotu á sumarmisseri

  • Kennslualmanak - Gildir til 1. ágúst 2018

  • Kennslualmanak - Gildir frá 1. ágúst 2018

   Kennslualmanak 2018 - 2019 fyrir tæknifræðinám Háskóla Íslands tekur gildi 1. ágúst 2018. Það er birt með fyrirvara um breytingar.
    
   2018
   13. - 31. ágúst: Fornám - Tæknifræðibrú I
   3 september: Upphaf haustannar  
   3. september - 19. október: Fyrri kennslulota haustannar
   20. - 28. október: Frívika
   29. október - 14. desember: Seinni kennslulota haustannar
   17. - 21. desember: Upptökupróf fyrir alla önnina
    
   2019
   7. janúar: Upphaf vorannar
   7. janúar - 22. febrúar: Fyrri kennslulota vorannar
   23. febrúar - 3. mars: Frívika
   4. mars - 3. maí: Seinni kennslulota vorannar
   Maí: Upptökupróf fyrir alla önnina og verkefniskúrsar
 • Kennsluskrá UGLU

  Hægt er að nálgast upplýsingar um tæknifræðinámið, áfanga, lýsingar, hæfnisvimið og forkröfur í UGLU - Kennsluskrá Háskóla Íslands.

 • Handbók nemenda

  Í nemendahandbókinni má finna allar helstu upplýsingar um skipulag námsins og þær reglur sem gilda í tæknifræðinámi Keilis.

  Handbók nemenda - Tæknifræði

 • Próf og prófafyrirkomulag

 • Skráning í sjúkra- og upptökupróf

  Hér er hægt að skrá sig í sjúkra- og upptökupróf í Tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Nemendur skrá sig sjálfir í prófin og verður skráning að hafa borist tveimur virkum dögum fyrir prófdag. Ef um upptökupróf er að ræða borga nemendur um leið og skráning fer fram. Ef greiðsla og skráning hefur ekki verið framkvæmd á réttum tíma er ekki gert ráð fyrir nemandanum í prófið.

  Ef greitt er með millifærslu í gegnum vefbanka þá þarf að gera það fyrst og skrá sig sérstaklega í formið (greiðsla millifærð) þar sem afrit af kvittun þarf að fylgja skráningu. Bankaupplýsingar eru: 0542-26-663 kt. 500507-0550og senda kvittun í tölvupósti á innheimtudeild@keilir.net

 • Nemendaverkefni

  Hér má finna heiti á ýmsum verkefnum sem nemendur KIT hafa unnið síðastliðin ár. Flest verkefnin eru unnin í hópum þar sem nemendur hefja vinnuna í oftast í þriggja vikna lotum og halda svo áfram með það í næstu lotum á eftir samhliða því sem nemendur öðlast meiri þekkingu á viðfangsefninu og geta þannig beytt stöðu þekkingar við að efla og bæta sín verkefni. 

  Dæmi um nemendaverkefni

  • Makrílveiðibúnaður fyrir handfærabáta
  • Stjórnstöð fyrir aukabúnað í farartækjum
  • Myndun hlífðarlags með sáldurröri – Tilraunir með inndælingu sáldurvökva í gegnum sívalan flöt
  • Aukin nýting afurða í kræklingaræktun á Íslandi
  • Production Process Automation
  • Möguleikar á nýtingu bogkrabba (Carcinus maenas) við Ísland?
  • Black box - Leiðréttingarhlíf fyrir hnélið sem reiðir sig á skynjara
  • Fóðurkerfi fyrir fiskeldi
  • Adjusting and Logging Rheo Knee Parameter Values Using a Smartphone Application
  • Biogas upgrading. Using amine absorption
  • Methane potential from fish oil byproducts. Anaerobic digestion of spent bleaching earth and glycerin
  • Replacement of load cells in the Rheo Knee. The possibility of replacing load cells in a prosthetic knee manufactured by Össur using a new sensing technology
  • Bottle Labeling Machine
  • Schram. Stjórnbúnaður og frumsmíði á samhæfðum þriggja ása SCARA vélarm
  • Hraðhlið. Ný nálgun á hönnun og virkni aksturshliða

  Nemendur í fjölmiðlum

 • Upplýsingar um lokaverkefni

  Lokaverkefni til BS gráðu eru 20 ECTS einingar þar sem ein eining samsvarar 20-25 klukkustunda vinnu má reikna með að það taki um 600-720 klukkustundir að klára lokaverkefnið. Athygli er vakin á því að þetta eru því um 75 vinnudagar eða fjórir mánuðir af mikilli vinnu.

  • Aðstoð

   Á bókasafni tæknifræðinámsins er hægt að fá aðstoð við ýmislegt tengt lokaverkefninu svo sem heimildaleit, skráningu, millisafnalán og fleira. Einnig getur bókasafnið haldið kynningu fyrir lokaársnema í heimildaleit ef áhugi er fyrir hendi.

  • Reglur um lokaverkefni

   Þar sem tæknifræðinám Keilis fellur undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands fylgjum við þeim reglum sem þar gilda um lokaverkefni. Eftirfarandi reglur eru því byggðar á reglum Háskóla Íslands en hafa verið aðlagaðar tæknifræðináminu.

   Hér má nálgast reglur um skil á lokaverkefnum.

  • Verkáætlun (Proposal)

   Leiðbeiningar um uppsetningu verkáætlunar má nálgast hér

   Hér má nálgast tímalínu með helstu dagsetningum er tengjast skilum á lokaverkefnum fyrir októberútskrift og hér fyrir febrúarútskrift.

  • Sniðmát fyrir lokaritgerðir og veggspjöld

   Sniðmát fyrir ritgerðir:

   • BS snið (word) má nálgast hér.
   • BS snið á ensku má nálgast hér.

   Sniðmát fyrir veggspjöld:

   • Snið fyrir veggspjöld má finna hér.
  • Skemman

   Útskriftarnemar geta skilað lokaverkefnum sínum í Skemmuna sem er stafrænt gagnasafn lokaverkefna nemenda og kennara við alla háskóla á Íslandi. Hér má nálgast leiðbeiningar um skilin. 

 • Nemendafélagið ASKIT

  Nemendafélag Tæknifræðináms Keilis 2017 - 2018 skipa:

  • Hjörtur Elí Steindórsson - formaður
  • Benedikt Jón Baldursson - varaformaður
  • Árni Þór Þorgeirsson - gjaldkeri
  • Pétur Freyr Kristmundsson - ritari
  • Robert Kraciuk - skemmtanastjóri
  • Óðinn Snær Guðmundsson - meðstjórnandi
  • Marek Kraciuk - meðstjórnandi
 • Tæknifræðingurinn - Blað nemendafélagsins ASKIT

  Tæknifræðingurinn er tímarit ASKIT félags nemenda í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis.