Umsókn um nám í tæknifræði

Næst verður tekið við umsóknum í tæknifræðinám Háskóla Íslands á haustmisseri 2018 og er umsóknarfrestur til 5. júní. Skráning fer fram á Uglu - vefsetri Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má einnig nálgast á heimasíðu Háskóla Íslands

Umsækjendur sem hafa lokið stúdentsprófi geta sótt um háskólanám í tæknifræði, auk nemenda með viðeigandi iðnmenntun, vélstjórnarpróf eða lokapróf úr viðeigandi frumgreinanámi. Inntökuskilyrði:

  • Viðeigandi iðnmenntun (að minnsta kosti 145 feiningar)
  • Lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar eða sambærileg frumgreinanám frá öðrum skólum
  • Vélstjórnarpróf (4. stig)
  • Stúdentspróf (með trausta undirstöðu í stærðfræði og raungreinum

Ef þú ert í vafa um hvort þú uppfyllir skilyrðin, hafðu samband við okkur og taktu stöðupróf. Út frá því finnum við leið til að brúa þig inn í tæknifræðinámið. 

Nánari upplýsingar veitir Rúnar Unnþórsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands, eða skrifstofa Keilis í síma 578 4000 og á keilir@keilir.net.