Umsókn um nám í tæknifræði

Næst verður tekið við umsóknum í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis fyrir árið 2019. Umsókn um nám fer fram í gegnum Uglu - Skráningarsíðu Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir, veitir Karl Sölvi Guðmundsson, dósent í Rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ.

Inntökuskilyrði í tæknifræðinám Háskóla Íslands

Ef þú uppfyllir eitt af þessum skilyrðum getur þú sótt um í tæknifræðinámið. Ef þú ert í vafa um hvort þú uppfyllir skilyrðin, hafðu samband við okkur og taktu stöðupróf. Út frá því finnum við leið til að brúa þig inn í tæknifræðinámið. 
 
 • Ertu með stúdentspróf?
  Ef þú ert með íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf getur þú sótt um háskólanámí tæknifræði.
 • Hefurðu lokið frumgreinanámi?
  Ef þú ert með lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar eða sambærilegt frumgreinanám frá öðrum skólum getur þú sótt um háskólanám í tæknifræði.
 • Ertu með verk- eða iðnnám?
  Ef þú ert með viðeigandi iðnmenntun (að minnsta kosti 145 feiningar) eða fjórða stigs vélstjórnarnám getur þú sótt um háskólanám í tæknifræði.
 • Hefurðu ekki lokið stúdentsprófi?
  Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta fengið inngöngu í námið með því að þreyta stöðumat hjá Keili. Við mat á umsóknum er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.  Allir umsækjendur þurfa að standast undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs til að öðlast rétt til áframhaldandi háskólanáms í tæknifræði.