Upplýsingar fyrir nýnema

Til hamingju með að vera að hefja háskólanám í tæknifræði hjá Keili. Hér má finna upplýsingar um nokkur mikilvæg atriði fyrir nýnema. Nám á haustmisseri 2017 hefst fyrstu vikuna í ágúst.

Aðstaða og þjónusta á svæðinu

Í skólanum er mötuneyti fyrir starfsfólk og nemendur, ásamt sjálfsölum og kaffiaðstöðu. Auk þess er öll stoðþjónusta á svæðinu, svo sem tölvuþjónusta, námsráðgjafar og fleira. Nánari upplýsingar um aðstöðu og þjónustu hjá Keili og á Ásbrú má nálgast hér.

Samgöngur til og frá Ásbrú

Þann 1. janúar 2015 hóf Strætó áætlunarferðir milli Höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Strætó. Keilir hefur náð samningum við Strætó um samgöngukort sem gildir til og frá höfuðborgarinnar fyrir nemendur skólans. 

Keilir greiðir þann kostnað sem fer umfram kostnað innanbæjar nemendakorts í Strætó á höfuðborgarsvæðinu (gjaldsvæði 1). Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu Keilis ef þið hafið spurningar eða athugasemdir á keilir@keilir.net.

Nánari upplýsingar um nemakort má nálgast á heimasíðu Strætó og leiðabækur fyrir áætlunarferðir Stætó á Suðurnesjunum hér. Frítt er í strætisvagna í Reykjanesbæ sem gengur samkvæmt áætlun um öll hverfi bæjarins.

Kennsluáætlun og bækur

Hægt verður að nálgast upplýsingar um kennsluáætlun, stundatöflur, dagsetningar og bókalista á Kennslualmanaki tæknifræðinámsins. Bókasölu annast Bóksala Stúdenta, nema annað sé tekið fram.

 

Upplýsingasíða Keilis fyrir nýnema