Skólareglur

Umgengnisreglur

Farið er fram á að nemendur séu heiðarlegir og gangi um aðstöðu skólans af virðingu. Nemendur geta fengið lykil að skólanum en um leið gerast þeir ábyrgir fyrir því fólki sem þeir hleypa inn í skólann á sínum lykli. Komi í ljós að nemendur týna lyklinum þarf að tilkynna það eins fljótt og auðið er á skrifstofu skólans. Farið er fram á við bæði nemendur og kennara að þeir gangi frá eftir sig. Í lok kennsludags og áður en kennslustofa er yfirgefin þarf að:

 • Slökkva og ganga frá búnaði og efnum samkvæmt reglum.
 • Læsa gluggum.
 • Draga fyrir gluggana.
 • Slökkva ljós.
 • Læsa dyrum.
 • Reykingar eru bannaðar á lóð skólans.
Kennurum er heimilt að setja sérstakar reglur í námskeiðum. Þetta felur til að mynda í sér að kennari getur lækkað einkunn og/eða vísað nemendum út úr stofu.
 

Siðareglur tæknifræðináms Keilis

Í tæknifræðinámi Keilis er farið eftir alþjóðlega samþykktum stöðlum um vísindaleg vinnubrögð. Með því að skrá sig í tæknifræðinám hjá Keili gangast nemendur undir að fylgja þessum stöðlum í námi sínu hjá skólanum, sem og að hjálpa til við að framfylgja þeim gagnvart samnemendum sínum. Siðareglur skólans standa og falla með vilja nemenda til að viðhalda viðmiðum um vísindaleg vinnubrögð. Verði nemandi var við brot á siðareglum skólans þá ber honum skylda til að tilkynna brotið til kennara og/eða skólayfirvalda. Algengustu brotin á siðareglum skólans eru talin upp hér fyrir neðan, en athugið að listinn er ekki tæmandi. 
 
 1. Próf. Nemendur sem veita eða þiggja hjálp meðan á prófi stendur brjóta siðareglur skólans. Þetta gildir einnig um heimapróf. 
 2. Ritstuldur. Allur ritstuldur brýtur gegn siðareglum skólans. Ritstuldur er þegar nemandi skilar inn, eða kynnir, verk sem hann hefur ekki unnið sjálfur – án þess að geta uppruna þess. 
 3. Notkun sömu vinnu í fleiri en einu námskeiði. Ef afrakstri vinnu sem unnin er í einu námskeiði er einnig skilað inn í öðru námskeiði – án heimildar kennara í báðum námskeiðunum – þá er það brot gegn siðareglum skólans. Markmið þessarar reglu er að nemendur fái ekki háskólaeiningar oftar en einu sinni fyrir sömu vinnu án leyfis. Nemendur sem hafa spurningar varðandi beitingu þessarar reglu í ákveðnum tilvikum skulu leita ráðgjafar hjá kennurum. 
 4. Samvinna án heimildar. Það fer eftir stökum námskeiðum hvort samvinna nemenda er leyfð eða bönnuð. Ef kennari heimilar ekki sérstaklega samvinnu milli nemenda, skulu nemendur gera ráð fyrir að samvinna sé óheimil og að skil verkefna sem byggð eru á samvinnu séu brot á siðareglum skólans. Í mörgum verkefnum er nemendum skipað í hópa og þeim ætlað að vinna saman, í þeim tilvikum er samvinna með öðrum nemendum utan þess hóps óheimil – nema annað sé tekið fram. Nemendur skulu ráðfæra sig tímalega við kennara varðandi alla óvissu um samvinnu.

Siðareglur Keilis

Nemendur skulu einnig fara eftir siðareglum Keilis sem má finna hér. 

Íhlutun

Brot á reglum skólans kalla á að viðurlögum verði beitt og getur leitt til brottvísunar úr skóla.
 
 • Viðurlög við fyrsta broti: Forstöðumaður/deildarstjóri ræðir við nemandann og veitir honum munnlega áminningu.
 • Viðurlög við öðru broti: Forstöðumaður/deildarstjóri veitir nemanda skriflega áminningu þar sem fram kemur að hægt sé að skjóta ákvörðuninni til kennslunefndar.
 • Viðurlög við þriðja broti: Við þriðja brot skýtur forstöðumaður/deildarstjóri málinu til kennslunefndar sem víkur nemandanum úr skóla. Kennslunefnd afhendir nemanda skriflega brottvísun.