Umsókn um nám í tæknifræði á haustmisseri 2018

Umsóknarfrestur í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á haustmisseri 2018 er til 31. júlí næstkomandi.

Nám í mekatróník hátæknifræði í Háskóla Íslands er þverfaglegt háskólanám kennt á vettvangi Keilis. Mekatróník tæknifræði er þverfaglegt nám sem sameinar vél-, rafeinda- og hugbúnaðartæknifræði. Mekatróník kemur víða við í nútímatækni. Markmiðið er að veita nemendum traustan grunn í þessum fræðum og búa þar með til ómissandi hlekki í sköpun og þróun framtíðartækni.

Nám í framleiðslutæknifræði (áður iðntæknifræði) leggur áherslu á efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla. Námið nýtist þeim sem vilja vinna við nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða, líftækni- og lyfjaiðnað, efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum.

Nánari upplýsingar um skráningu veitir Sigurþóra Bergsdóttir verkefnastjóri tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands, eða skrifstofa Keilis í síma 578 4000 og á keilir@keilir.net.
 

Tengt efni