Um tæknifræðinámið


Háskóli Íslands býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám til BS gráðu á háskólastigi. Námið heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og má nálgast nánari upplýsingar um það á heimasíðu deildarinnar. Um er að ræða 210 ECTS eininga nám sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til að sækja um lögverndað starfsheiti tæknifræðings.

 • Kjörsvið

  Boðið eru upp á tvö kjörsvið: 

 • Hvað gera tæknifræðingar?

  Tæknifræðinámið er útfært á þá leið að nemendur geti öðlast öfluga tækniþekkingu samhliða færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi. Með þessu taka nemendur virkan þátt í nýsköpun og tækniþróun. Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið sjálfstætt að sínum eigin verkefnum á seinni stigum námsins. 
   
  Meðal helstu starfssviða tæknifræðinga
   
  • Þróun tæknilausna fyrir sjávarútveg og heilbrigðisgeirann.
  • Hönnun stýringa og rafeindabúnaðar.
  • Mekatróník á þátt í að skapa tækni framtíðarinnar. Hér koma brautryðjendur og búa til sín eigin tækifæri.
  • Nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða.
  • Þróun og vinna við efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum.
  • Hönnun, rekstur og viðhald á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði.
 • Uppsetning námsins

  Skemmri námstími þýðir fyrst og fremst að fólk kemst fyrr út í atvinnulífið með menntun og full réttindi. Sérhæfing er góð en sá breiði bakgrunnur sem fæst með þverfaglegu námi í tæknifræðideild Keilis veitir aðra sýn á lausn verkefna og gerir útskrifuðum nemendum okkar mögulegt að vinna sem sérfræðingar á þeim sviðum sem höfða til þeirra eða sem verkefnisstjórar þverfaglegra vinnuhópa.

  • 80 ECTS einingar á ári í stað 60 (að námi loknu alls 210 ECTS)
  • Námslán allt árið
  • Styttri og hnitmiðaðri námskeið
  • Námi lýkur fyrr

  Aðgengilegt og sveigjanlegt nám 

  • Nemendur geta tekið fyrsta árið í fjarnámi, sem hentar meðal annars þeim sem vilja taka námið samhliða vinnu.
  • Nemendur hafa sveigjanleika til að taka námið á lengri tíma.
  • Námið er kennt í tveimur sjö vikna námslotum á hverri önn. 
 • Hvernig fer kennslan fram?

  Til að ná árangri er lögð áhersla á að kenna nemendum grunnatriði tæknifræðinnar og tryggja skilning þeirra á námsefninu. Þetta næst með:
   
  • Verkefnum sem eru byggð á raunverulegum viðfangsefnum.
  • Verklegum æfingum til að staðfesta fræðin.
  • Verklegum æfingum til að leyfa nemendum að prófa nýjar hugmyndir.
  • Krefjandi keppnum á milli nemenda.
  • Fyrsta flokks aðstöðu.

  Menntun er hugarleikfimi, úrvinnsla upplýsinga og þrautseigja, ekki einföld viðtaka upplýsinga. Nemendur verða sjálfir að hafa áhuga á og bera sig eftir þeirri hagnýtu þekkingu og reynslu sem þeim býðst í náminu hjá tæknifræðideild Keilis. 

 • Stefna og hlutverk

  Markmið okkar með tæknifræðináminu er að nemendur læri með því að gera (learning by doing), séu óhræddir við að prófa sig áfram og mistakast, læri af okkur og hver af öðrum og ekki síst hafi gaman af þessu.

  Við viljum hjálpa nemendum að virkja sköpunarkraftinn og frumkvöðlaandann. Við vitum að nemendur okkar munu taka þátt í og hafa áhrif á tækniþróunina á næstu árum.

  Til að styðja sem best við nemendur í tæknifræðináminu bjóðum við upp á:

  • Fyrsta flokks rannsóknaraðstöðu í skapandi umhverfi frumkvöðla og fyrirtækja á Ásbrúar svæðinu.
  • Einstakt tækifæri til að vinna við þróunar- og nýsköpunarverkefni og afla sér ómetanlegrar þekkingar.
  • Menntun sem býr nemendur undir að takast skipulega á við krefjandi verkefni atvinnulífsins af sjálfstrausti og færni.
  • BS gráðu í tæknifræði auk viðbótarnáms til að sækja um starfsheitið tæknifræðingur.
 • Umsókn um nám og inntökuskilyrði

  Næst verður tekið við umsóknum í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á haustönn 2019. Umsókn um nám fer fram í gegnum Uglu - Skráningarsíðu Háskóla Íslands

  Inntökuskilyrði í tæknifræðinám Háskóla Íslands

  Ef þú uppfyllir eitt af þessum skilyrðum getur þú sótt um í tæknifræðinámið. Ef þú ert í vafa um hvort þú uppfyllir skilyrðin, hafðu samband við okkur og taktu stöðupróf. Út frá því finnum við leið til að brúa þig inn í tæknifræðinámið. 
  • Ertu með stúdentspróf?

   Ef þú ert með íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf getur þú sótt um háskólanámí tæknifræði.

  • Hefurðu lokið frumgreinanámi?

   Ef þú ert með lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar eða sambærilegt frumgreinanám frá öðrum skólum getur þú sótt um háskólanám í tæknifræði.

  • Ertu með verk- eða iðnnám?

   Ef þú ert með viðeigandi iðnmenntun (að minnsta kosti 145 feiningar) eða fjórða stigs vélstjórnarnám getur þú sótt um háskólanám í tæknifræði.

  • Hefurðu ekki lokið stúdentsprófi?

   Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta fengið inngöngu í námið með því að þreyta stöðumat hjá Keili. Við mat á umsóknum er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

   Allir umsækjendur þurfa að standast undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs til að öðlast rétt til áframhaldandi háskólanáms í tæknifræði.