Inntökuskilyrði

Til að umsækjendur geti hafið tæknifræðinám í Keili er æskilegt að þeir hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Sambærilegt stúdentsprófi teljast:

  • 4. stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóli Íslands);
  • Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands/Tækniskóli Íslands); eða
  • Lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis.

Kennslan í tæknifræði miðast við að nemendur hafi tekið að minnsta kosti 24 einingar í stærðfræði og 30 einingar í náttúrufræðigreinum (þar af a.m.k. 6 einingar í eðlisfræði) í framhaldsskóla.

Umsókn um nám