Using amine absorption for biogas upgrading

Jónas Þór Þórisson
Jónas Þór Þórisson

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Biogas upgrading. Using amine absorption
  • Nemandi: Jónas Þór Þórisson
  • Tímasetning: Föstudagur 29. maí, kl. 10:15

Lýsing: Hreinsun á lífgasi er nauðsynlegt skref til að auðga lífgas í metan. Þetta ferli eykur orkuinnihald gassins miðað við rúmmál. Metanið er svo notað annaðhvort sem eldsneyti á bifvélar eða dælt í gas kerfi. Markmið þessarar skýrslu er að hanna einfalda hreinsunarstöð sem tekur einnig lítið pláss með notkun á monoethanolamine (MEA). Þessu kerfi er svo ætlað að þjóna sem hagkvæmur kostur fyrir minni metanframleiðslur á Íslandi, líkt og bóndabýli eða lítil samfélög. Mikilvæg atriði í hönnuninni eru að hún sé lítil um sig, er einföld og hagkvæm.

Í þessari skýrslu mun koma fram hönnun á hreinsunarsúlu fyrir kerfið. Hönnunin verður svo staðfest með því að byggja frumútgáfu af kerfinu og það svo prófað á ruslahaugunum hjá Sorpu í Álfsnesi. Öll gögn við tilraunina verða skráð svo hægt sé að áætla færni kerfissins við að hreinsa metan og meta hvort breytinga á hönnuninni sé þörf.


Tengt efni