Umsókn um tæknifræðinám á vorönn 2016

Opið er fyrir umsóknir í tæknifræðinám Keilis og Háskóla Íslands á vorönn 2016. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember.

Skráning í námskeið á haust- og vormisseri fer fram á Uglu - vefsetri Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má einnig nálgast á heimasíðu Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands og á heimasíðu Keilis.

Hægt er að hefja tæknifræðinám á vorönn á tvennan hátt:

  • Byrja á þriggja vikna lotu vormisseris sem hefst þann 23. nóvember.
  • Byrja á 10 vikna lotu vormisseris þann 4. janúar.

Til að hefja beint nám í tæknifræði hjá Keili skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi. Sambærilegt stúdentsprófi teljast:  

  • 4. stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóli Íslands).
  • Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands/Tækniskóli Íslands).
  • Lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands, eða skrifstofa Keilis í síma 578 4000 og á kit@keilir.net.

Tengt efni