Tölvur níunda áratugarins

Corona fartölva fartölvan er aðain 15 kg
Corona fartölva fartölvan er aðain 15 kg

Föstudaginn 27. nóvember gefst tækifæri til að bregða sér aftur til níunda áratugar síðustu aldar og skoða sýnishorn af þeim tölvubúnaði sem ruddi veginn úr rannsóknarstofum og vísindastofnunum yfir í smærri fyrirtæki og síðan heim í stofu til tækniþyrstra dellukarla.

Þórhallur Ragnarsson, nemandi í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis, hefur safnað tölvum um árabil og sýningin er verkefni sem hann skilaði í námskeiði í tövluhögun við skólann.

Meðal búnaðar á sýningunni eru Sinclair tölvur, Amstrad, IBM PC, Macintosh Plus og Atari. Upplýsingar um búnaðinn eru teknar saman á veggspjöldum, flestar tölvurnar eru gangfærar og hægt að sjá hvernig hugbúnaður var í boði til leikja og starfa. Hermar (emulators) verða í gangi á nútímatölvum og þeir sem vilja geta spreytt sig á einföldum forritunaræfingum í BASIC og ef til vill fleiri málum.

Sýningin verður opin föstudaginn 27. nóvember 14:00 - 18:00. Hún fer fram í stofu A4 í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú. Allir velkomnir að koma og sjá og endurlifa gömlu tölvuleikina sína.


Tengt efni