Stjórnstöð fyrir aukabúnað í farartækjum

Eiríkur Sigurðsson
Eiríkur Sigurðsson

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Stjórnstöð fyrir aukabúnað í farartækjum
  • Nemandi: Eiríkur Sigurðsson
  • Tímasetning: Þriðjudagur 26. maí, kl. 11:00

Lýsing: Verkefnið snýst um að leggja grunn að kerfi fyrir bifreiðar sem hefur þann möguleika að koma mismunandi aukabúnaði inn á eitt notendasvið, sem dæmi ljósabúnað, loftpúðakerfi, rofaþarfir og mælingar. Kerfið er byggt á að örtölvum sem er við hvern aukabúnað sem er verið notast við, sem nota svo samskiptalínu til að taka við upplýsingum eða koma þeim til notandasviðs/notandaviðmóts sem er snertiskjár. Örtölvurnar gefa þann möguleika á að bæta aukabúnaði inn á samskiptalínurnar, snertiskjárinn býður svo uppá að hafa valmöguleika sem hentar fyrir hvern aukabúnað fyrir sig.

Farið er yfir þarfir kerfisins (þarfagreining), útfrá þarfagreiningu er örtölvan AT90CAN64-15MZ frá Atmel, snertiskjárinn uLCD-43PT frá 4D SYSTEMS og I2C samskipti bestu kostir fyrir verkefnið. Hönnun er framkvæmd á grundvelli þarfagreiningar, fyrir loftpúðastýringu, ljósastýringu og aðalstýringu kerfisins. Gerð er frumgerð af kerfinu og settar upp prófanir til að skoða samskipti milli notendasviðs og örtölva. Niðurstöður sína fram á að kerfið er virkt, er einfalt í uppsetningu og samskipti fara á milli örtölva og notendasviðs án vandræða.


Tengt efni