Opið fyrir umsóknir í mekatróník hátæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis

Tekið er við umsóknum nýnema um innritun í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis til 30. nóvember næstkomandi. Einungis verður tekið við umsóknum í BSc nám í Mekatróník hátæknifræði sem heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Námið hefst á vormisseri 2017 og er einungis hægt að sækja um rafrænt á þessu tímabili.

Nánari upplýsingar um um námið má finna á heimasíðu tæknifræðináms HÍ og Keilis, auk þess sem upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.


Tengt efni