Nýnemadagur í tæknifræðinámi Keilis og HÍ

Þriðjudaginn 5. ágúst verður nýnemadagur í tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 09:30 og fer dagurinn fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Meðal þess sem kynnt verður er aðstaða, starfsfólk og uppbygging námsins, auk þess sem farið verður yfir skipulag námsins (missera fyrirkomulag). Einnig verður kynning frá námsráðgjafa og tölvudeild mun huga að kennslukerfinu Moodle. 

Dagskrá nýnemadags tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands, 5. ágúst.

  • 09:30 - 10:30  Móttaka og kynning á aðstöðu
  • 10:30 - 12:00  Tölvumál, skírteini, lykla aðgangur
  • 12:00 - 12:30  Hádegismatur
  • 12:30 - 13:30  Kennslukerfin Ugla og Moodle
  • 13:30 - 14:30  Námsráðgjöf og námstækni
  • 14:30 - 16:00  Nemendafélagið NOT kynnir aðstöðu sína og heldur grillveislu

Tengt efni