Nemandi í tæknifræðinámi Keilis hlýtur námsstyrk í Danmörku

Karl Ingi Eyjólfsson
Karl Ingi Eyjólfsson

Karl Ingi Eyjólfsson, nemandi á lokaári í mekatróník hátæknifræði, hefur fengið námsstyrk til framhaldsnáms í Syddansk Universitet í Danmörku. Hann hlýtur námsstyrkinn frá BHJ Foundation - University of Southern Denmark og er hann upp á 20.000 DKK.

Karl Ingi er útskriftarefni í mekatróník hátæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands og hyggur á MSc nám í tæknifræði í haust í Syddansk Universitet. Við óskum honum til hamingju með styrkinn og velfarnaðar í framhaldsnáminu.


Tengt efni